Þýskalandi verður heimilt að hýsa bandarískar stýriflaugar af gerðinni Tomahawk, sem hægt er að vopna með kjarnorkusprengjum. Þessi ákvörðun var tekin á 80. ára afmælisfundi Nató nýlega í Washington. Sameiginlega yfirlýsingu Þýskalands og Bandaríkjanna má sjá hér að neðan.
Öllu er þessum undirbúningi að ragnarökum lýst sem hluta nýrrar stefnu til að styrkja varnir Úkraínu og hræða burtu Rússa.
Nató mun koma á fót nýjum höfuðstöðvum í Wiesbaden í Þýskalandi til að samræma hernaðarstuðning til Úkraínu.
Frá og með 2026 verða Tomahawk eldflaugar og önnur langdræg vopn staðsett í Þýskalandi samkvæmt samningi Bandaríkjanna og Þýskalands.
Einnig á að koma fyrir loftvarnaflaugum af gerðinni SM-6 og vopnum á ofurhraða í Þýskalandi. Vopnin eru sögð ná verulega lengra en núverandi landskerfi í Evrópu.
Sameiginleg yfirlýsing frá Bandaríkjunum og Þýskalandi um uppsetningu langdrægra eldflauga í Þýskalandi
Eftir umræður fyrir leiðtogafund Nató birtu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Þýskalands eftirfarandi sameiginlega yfirlýsingu (í lauslegri þýðingu):
„Bandaríkin munu hefja afhendingu á langdrægum eldflaugum fyrir „Multi-Domain Task Force“ í Þýskalandi árið 2026, sem hluta af áætlun um varanlega staðsetningu þessara vopna í framtíðinni. Fullþróaðar munu þessar hefðbundnu langdrægu eldflaugar vera af gerðinni SM-6, Tomahawk og vopn á ofurhljóðhraða, sem ná verulega lengra en núverandi skotgeta er á landi í Evrópu. Beiting þessarar háþróaðu getu mun sýna fram á skuldbindingu Bandaríkjanna við Nató og framlag þeirra til evrópskrar fælingarmáttar.“