Bandaríkin voru án efa betri áður en Biden varð forseti

Hinn geysivinsæli hljóðvarpsmaður Joe Rogan sagðist sakna Donald Trump fyrrverandi forseta í nýlegum þætti Joe Rogan Experience. Rogan benti á að allir, þar á meðal rapparar, elskuðu Trump áður en hann tók við forsetaembættinu.

Rogan sagði:

„Hvað hlutirnir geta breyst. Trump var í öllum rapplögum, rappararnir töluðu alltaf um hann, allir elskuðu Trump. Hann var eins og þessi hjólandi, seljandi milljarðamæringur sem allir höfðu gaman af.“

Skelfilegt ástand í heiminum

Gestur Joe Rogan var bardagalistamaðurinn Dan Henderson sem kominn er á eftirlaun. Henderson sagði Trump hafi staðið sig „sæmilega“ á meðan hann var í Hvíta húsinu.

Rogan svaraði: „Sem forseti? Ef þú lítur á lögin hans, þá hjálpuðu þau svo sannarlega efnahagskerfinu.“
Henderson: „Mér finnst eins og við vorum á miklu betri stað þá en núna.“
Rogan: „Án efa. Margir slæmir hlutir gerðust eins og heimsfaraldurinn.“

Rogan sagðist hafa áhyggjur af ástandinu í heiminum í forsetatíð Joe Biden:

„Ástandið í heiminum skelfir mig akkúrat núna. Núna líður mér eins og „Sæll, þetta er ekki gott.“ Þetta Úkraínumál er ekki gott, allt er ekki gott. Það eru engar góðar lausnir fyrir Mið-Austurlönd, allt lítur þetta hræðilega út og Úkraínu málið lítur hræðilega út.“

Óttast kjarnorkustríð

Rogan útskýrði að hann hafi áhyggjur af því, að kjarnorkustríð geti brotist út. Áður hafði hann engar slíkar áhyggjur.

„Það eina sem þarf til er að einhver hleypi af kjarnorkuvopni og heimurinn breytist að eilífu. Mér hefur aldrei fyrr á ævinni fundist það vera möguleiki fyrr en núna. Þetta hlýtur að hafa verið sú tilfinning sem var í upphafi þriðju heimsstyrjaldarinnar eða réttara sagt seinni heimsstyrjaldarinnar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa