Bandarískir kjósendur sífellt súrari yfir Úkraínustríðinu – segja það í sjálfheldu

Bandarískir kjósendur líta í auknum mæli á að stríðið í Úkraínu sé komið í sjálfheldu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Rasmussen.

Demókratar og vinstrimenn almennt hafa verið hlynntari þessum átökum en nokkru öðru stríði í seinni tíð. Að setja fána Úkraínu á reikning sinn er algengt meðal vinstrimanna á Twitter/X. En eftir að Bandaríkin hafa dælt milljörðum dollara úr vasa skattgreiðenda til Úkraínu líta sífellt fleiri á, að sigur sé ekki á borðinu.

Bandarískir kjósendur snúast gegn Úkraínu – einungis 19% telja að Úkraína muni sigra

Washington Examiner greinir frá:

„Eftir margra mánaða efasemdir um peninga- og vopnapakka Joe Biden og Pentagon til Úkraínu, þá hefur fólk glatað trúnni á Kænugarð og sér stríðið komið í sjálfheldu.“

„Í nýrri könnun Rasmussen Reports … sögðu 52% að stríðið virðist vera í sjálfheldu en í mái töldu 45% stríðið í sjálfheldu. Einungis 19% telja að Úkraína muni vinna.“

Samkvæmt nýju könnuninni gengur þessi afstaða þvert á flokkspólitískar línur:

„Á tímum þegar mörg mál skipta kjósendum eftir flokkslínum, ríkir ótrúleg samstaða um Úkraínustríðið: 50% demókrata, 53% repúblikana og 52% kjósenda sem ekki eru tengdir stóru flokkunum tveimur eru núna sammála um, að stríðið milli Rússlands og Úkraínu sé í grundvallaratriðum komið í sjálfheldu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa