Bandarísku hjartasamtökin áætla, að allt að sex af hverjum tíu fullorðnum geti þjáðst af hjartasjúkdómum á næstu 30 árum. Í tilkynningu samtakanna frá 4. júní eru nokkrar ástæður tilgreindar fyrir þessari aukningu hjartasjúkdóma en hvergi minnst á Covid-19 bóluefni (sjá pdf að neðan):
„Áætluð aukning hjartasjúkdóma og heilablóðfalls – ásamt nokkrum lykiláhættuþáttum, þar á meðal háþrýstingi og offitu – mun líklega þrefalda tengdan kostnað í 1,8 billjónir Bandaríkjadala fyrir árið 2050, samkvæmt tveimur skýrslum sem birtar voru á þriðjudag í tímaritinu Circulation. Önnur skýrslan lítur á áætlaða aukningu á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma á næstu áratugum en hin áætlar heildarkostnað vegna þeirra þeirra.“
Vænta má næstum fullkomins storms á sviði hjarta- og æðasjúkdóma
Dr. Dhruv S. Kazi, varaformaður rannsóknarteymisins segir í fréttatilkynningu:
„Svið hjarta- og æðasjúkdóma í Bandaríkjunum eru að lenda í hinum næstum fullkomna stormi.“
Kazi er yfirmaður í heilsuhagfræði, aðstoðarforstjóri rannsóknarseturs Richard A. og Susan F. Smith í hjartalækningum og forstöðumaður hjarta- og bráðamóttökudeildar læknastöðvar Beth Israel Deaconess í Boston. Hann segir áfram:
„Á síðasta áratug hafa áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma aukist eins og ofurhár blóðþrýstingur, sykursýki og offita, sem hver um sig eykur hættuna á að fá hjartasjúkdóma og heilablóðfall. Það kemur ekki á óvart að gífurleg aukning á áhættuþáttum og sjúkdómum í hjarta- og æðasjúkdómum muni valda verulegri efnahagslegri byrði.“
Hjartasamtökin greindu einnig frá því, að frá 2020 – 2050 er gert ráð fyrir, að og hár blóðþrýstingur aukist úr 51,2% í 61% hjá Bandaríkjamönnum.
„Þeir síðustu úr barnabylgjunni ná 65 ára aldri árið 2030, þannig að um það bil einn af hverjum fimm íbúum í Bandaríkjunum verður yfir 65 ára og verða fleiri en börnin í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna. Þar sem hætta á hjarta- og æðasjúkdómum eykst með aldrinum eykur öldrun íbúa heildarbyrði hjarta- og æðasjúkdóma í landinu.“
Lesa má báðar skýrslurnar á ensku hér að neðan: