Bandarískum eldflaugum skotið á baðstrandargesti í Rússlandi – Rússar segjast svara árásinni

Höfnin í Sveostopol er hernaðarlega þýðingarmikil. Innfeld mynd af blóðugum sólbekkjum baðstrandargesta eftir klasasprengjuárás Úkraínu með bandarískum eldflaugum.

Brot úr bandarísku flugskeyti sem skotið var frá Úkraínu lentu á fullri baðströnd á Krímskaga á sunnudag, skrifar The Telegraph. Sama dag var gerð hrottaleg hryðjuverkaárás í rússneska Dagestan, þar sem meðal annars prestur var myrtur.

Að minnsta kosti fimm létust, þar af þrjú börn og fleiri en 120 slösuðust þegar ráðist var á Sevastopol á Krímskaga á sunnudag. Að sögn Rússa er um bandarísk ATACMS eldskeyti að ræða.

Rússneskar loftvarnir náðu að sögn að skjóta niður fjórar af fimm eldflaugum en sú fimmta sprakk yfir borginni og Svartahafsströnd. Rússneska varnarmálaráðuneytið skrifar á heimasíðu sinni, að „bandarískir sérfræðingar“ mata alla kóða inn í ATACMS eldflaugarnar frá bandarískum gervihnöttum. Rússneska varnarmálaráðuneytið skrifar:

„Þess vegna ber Washington mesta ábyrgð á meðvitaðri eldflaugaárás á friðsæla íbúa Sevastopol með því að útvega Úkraínu þetta vopn. Stjórnin í Kænugarði er einnig ábyrg þar sem árásin var framkvæmd frá yfirráðasvæði hennar. Þessum aðgerðum verður ekki látið ósvarað.“

Dagens Nyheter skrifar að eldflaugarnar hafi verið búnar klasasprengjum. Slík vopn eru bönnuð í meira en 100 löndum m.a. Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hvorki Bandaríkin, Úkraína né Rússland skrifuðu undir samninginn um bann við klasasprengjum.

Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene skrifar á X:

„Þetta á ekki að gerast. Ímyndaðu þér ef Rússar skytu klasasprengjum á strönd í Flórída með aðstoð rússneskra gervihnatta. Einu landamærin sem bandaríski herinn okkar ætti að verja eru okkar eigin landamæri. Stjórnarskráin veitir alríkisstjórninni umboð til að verja ríki Bandaríkjanna.“

Samdægurs var gerð hryðjuverkaárás í rússneska Dagestan þar sem 15 lögreglumenn og almennir borgarar voru myrtir, þar á meðal presturinn Nikolay (á innfelldri mynd að neðan) sem starfað hefur í meira en 40 ár við Ortódoxu kirkjuna. Vopnaðir hryðjuverkamenn réðust á tvær kirkjur, tvær synagógur og lögreglumenn. Sex hryðjuverkamenn voru drepnir en talið er að þeir hafi tilheyrt „sofandi sellu.“

13 lögreglumenn eru ásamt 3 borgaralegum fórnarlömbum á sjúkrahúsi. Gyðingasamfélagið mun endurbyggja sýnagógurnar og lýst hefur verið yfir sorg í þrjá daga frá 24. – 26. júní.

Douglas Macgregor segir það staðfest að Úkraína drepi óbreytta borgara á Krím með eldflaugum frá Bandaríkjunum:

Hér að neðan má sjá einkamynd frá baðströndinni:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa