Bandarískur hermaður framdi sjálfsmorð til að mótmæla Ísrael

Aaron Bushnell (mynd Linkedin, Twitch).

25 ára bandarískur flughermaður kveikti í sér fyrir utan ísraelska sendiráðið í Washington D.C. á sunnudag í mótmælaskyni gegn Ísrael, segir í frétt Daily Mail. Maðurinn er sagður hafa látist af sárum sínum.

Aaron Bushnell, 25 ára gamall hermaður bandaríska flughersins lét lífið til að mótmæla loftárásum Ísraela á Gaza.

Hann kvikmyndaði sjálfur atburðinn sýndi í beinni á Twitch. Myndin hefur farið víða á netmiðlum. Í myndinni útskýrir hann af hverju hann ætlar að kveikja í sér, síðan kveikir hann í sér og fellur niður í logunum. Ungi hermaðurinn segir samkvæmt Time:

„Ég er virkur hermaður í bandaríska flughernum og ætla ekki lengur að vera samsekur í þjóðarmorði. Ég er að fara að framkvæma óhugguleg mótmæli en miðað við það sem fólk upplifir í Palestínu af hálfu nýlenduherra sinna, þá er það alls ekki óhuggulegt. Þetta er það sem valdastéttin okkar hefur ákveðið að eigi að vera hið eðlilega.“

Svo hellir hann yfir sig vökva, kveikir í sér og kallar ítrekað „Frelsum Palestínu.“ Hann hrópar af sársauka, brennur í eldinum og fellur að lokum til jarðar. Þegar maðurinn liggur á jörðinni hleypur vopnaður vörður að og beinir byssu að líkinu. Í lokin tekur einhver myndavélina sem tók allt upp og segir „Hvað er þetta? Hver er þetta?“

Að sögn óháða blaðamannsins Talia Jane lést hinn 25 ára gamli hermaður af sárum sínum. Í frétt Ynet kemur einnig fram að maðurinn hafi látist.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa