Bandarískur prófessor: Verðum að undirbúa okkur undir meira ofbeldi frá vinstri mönnum

Myndin sýnir braut kúlunnar sem hæfði hægra eyra Trumps var tekin af Doug Mills, frægum ljósmyndara New York Times (skjáskot X).


Morðtilraunin á Donald Trump hefur hrist upp í öllum heiminum en bandarísk könnun frá því í júní sýnir, að ef til vill var árásin ekki svo óvænt eftir allt saman. Í könnuninni kom í ljós, að 26 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna styðja ofbeldi sem aðferð til að koma í veg fyrir að Trump verði forseti.

Á undanförnum árum hefur stór hluti fjölmiðla – bæði í Bandaríkjunum og hinum vestræna heimi – haldið uppi linnulausum neikvæðum lygaáróðri í garð Donald Trump. The Guardian skrifar, að hinn uppskrúfaði æsingur í garð fyrrverandi forseta hafi leitt til þess, að margir Bandaríkjamenn á vinstri vængnum hafa lýst sig hlynnta því að beita ofbeldi til að koma í veg fyrir að Trump verði forseti.

The Guardian vísar í könnun sem gerð var af háskólanum í Chicago í júní, sem sýnir að 10% Bandaríkjamanna um 26 milljónir manns styðja hugmyndina að beita ofbeldi til að koma í veg fyrir að Trump vinni forsetakosningarnar í nóvember. Mun færri eða 6,9% um 18 milljónir manns gátu hugsað sér ofbeldi sem leið til að styðja Trump.

Margir eiga byssur

The Guardian skrifar að svo margir sem 30% þeirra 26 milljóna Bandaríkjamanna sem styðja ofbeldi gegn Trump sem pólitískri leið eigi byssur.

Bob Pape, prófessor við háskólann í Chicago, segir:

„Það er meira magn af ofbeldisfullu anti-Trump viðhorfi en viðhorfi til stuðnings Trump. Við verðum að vera viðbúin ofbeldi frá vinstri vængnum sem setur sig gegn stjórn Trumps.“

„Það er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar frá báðum flokkum og alls staðar í stjórnmálakerfinu… forsetinn, öldungadeildin, þingið, ríkisstjórarnir og borgarstjórarnir fordæmi strax pólitískt ofbeldi frá hvaða hlið stjórnmálanna sem það kemur.“

Einstæð ljósmynd

Ljósmyndin með greininni sem sýnir braut kúlunnar sem hæfði hægra eyra Trumps var tekin af Doug Mills, frægum ljósmyndara New York Times.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa