Bera gyðingastjörnuna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna

Sendinefnd Ísraels í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er farin að bera gulu gyðingastjörnuna eins og gyðingar voru merktir með í Þýskalandi nasismans.

Gilad Erdan, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, tók fram gulu stjörnuna með textanum „Aldrei aftur“ á fundi öryggisráðsins. Samstarfsmenn hans gerðu slíkt hið sama og settu síðan stjörnurnar í barminn. Gilad Erdan útskýrði þessa táknrænu athöfn:

„Héðan eftir munu ég og félagar mínir bera gular stjörnur. Við munum bera þessar stjörnur þar til þið fordæmir voðaverk Hamas og krefjist þess, að allir gíslar verði látnir lausir.“

15 meðlimir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru vægast sagt sundraðir í afstöðu til stríðsins á milli Ísraela og Hamas, sem staðið hefur yfir í rúmar þrjár vikur. Sjá má þegar sendinefnd Ísraela setur á sig stjörnurnar á myndskeiðinu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa