Bidenstjórnin í haturskasti gegn Viktor Orbán sem hótar að stöðva fjáraustur ESB til stríðsreksturs í Úkraínu

Ungverjaland og Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins, eru þeir einu sem eftir eiga að samþykkja umsókn Svíþjóðar að Nató. Bidenstjórnin lýsir gremju sinni í haturskasti gegn Ungverjalandi og segir Orbán styðja erkióvininn Pútín. Samtímis ætlar ESB að afgreiða fjárstuðning til Úkraínu samsvarandi 7 – 8 þúsund milljörðum íslenskra króna sem skattgreiðendur aðildarríkjanna verða látnir borga. Viktor Orbán hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi og stöðva fjárausturinn í stríðið.

David Pressman, sendiherra Joe Biden í Búdapest, segir í samtali við Financial Times, að utanríkisstefna Orban sé ímyndunarflug sem „skaði Nató og efli hagsmuni Rússlands.“ Pressman segir:

„Stefnan leiðir til þess að Ungverjaland einangrast í auknum mæli frá samstarfsaðilum sínum innan Nató og ESB.“

Samtaka árás Bandaríkjastjórnar og ESB gegn Ungverjalandi

Ríkisstjórn Bidens æsir sig yfir því, að Ungverjaland hefur enn ekki samþykkt Nató-umsókn Svía og að ríkisstjórn Viktor Orbáns vill fá frið í Úkraínu og hótar að beita neitunarvaldi gegn áframhaldandi fjáraustri hirðarinnar í Brussel sem tekur fé frá skattgreiðendum og dælir í Úkraínu. Einnig finnur Biden Orbán því til foráttu að hafa átt fund með erkióvininum Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Í komandi viku verður leiðtogafundur ESB í Brussel, þar sem samþykkja á nýjan fjármálapakka til Úkraínu um 600 milljarða sænskra króna sem eru um 7.860 milljarðar íslenskra króna. Lítur út fyrir að um samhenta árás Bandaríkjastjórnar og ESB sé að ræða, því núna heyrast hótanir frá Brussel um að hleypa ekki Ungverjalandi inn á leiðtogafund ESB.

ESB beitir Ungverjaland fjárkúgun

Orbán hefur gefið í skyn að hann kunni að endurskoða afstöðu sína um að beita neitunarvaldi ef ESB greiði þá peninga sem Ungverjaland á að fá samkvæmt regluverki ESB. Framkvæmdastjórnin heldur peningunum inni til að þvinga fram breytingar á stefnu Ungverjalands sem ekki hafa farið í sömu hjólspor og önnur lönd ESB varðandi hömlulausan fólksinnflutning. Jafnframt vill ESB þvinga Ungverja til að breyta um stefnu í fjölskyldumálum en í Ungverjalandi eru t.d. kynskiptingar bannaðar á börnum undir lögaldri. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur einnig bannað barnaklám Sameinuðu þjóðanna með boðskap um kynlíf barna frá fæðingu.

Zelenskí hótaði að sprengja sundur olíuleiðslur til Ungverjalands

Samskipti Ungverjalands og Úkraínu versnuðu mjög í maí í fyrra, þegar Zelenskí hótaði að sprengja sundur olíuleiðslur til Ungverjalands og ásakaði Orbán um að styðja Pútín gegn Úkraínu.

Ef ESB gerir alvöru úr hótun sinni um að loka dyrum fyrir þátttöku Ungverjalands á leiðtogafundinum í næstu viku hefur sambandið sýnt sitt rétta fasíska andlit og bannar aðildarríkjum lýðræðislega þátttöku ef þau hafa aðra skoðun á málunum en ákveðið er í Brussel.

Æsingur glóbalistanna fær einnig aukna næringu í hræðslu þeirra vegna yfirburðafylgis Donald Trumps í skoðanakönnunum. Einnig er pendúllinn á fleygiferð til hægri í stjórnmálunum sem gefur falsjafnaðarmönnum, sósíalistum og kommúnistum svefnlausar nætur. Er því öllum ákvörðunum hraðað til að tryggja áframhaldandi stríð gegn Rússum og auðvelda farveg 3. heimsstyrjaldarinnar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa