Bless, Bless Brussel – Lengi lifi Evrópa!

Bráðum kemur að kosningum til ESB-þingsins. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hyggst skora valdaelítuna í Brussel á hólm. Hann kynnti nýverið slagorð sitt fyrir kosningarnar sem fengið er að láni frá Trump: „Make Europe Great Again!“ – Gerum Evrópu mikla aftur!

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er fremsti stjórnmálaleiðtogi ESB sem skýrast hefur ögrað elítunni í Brussel og stefnunni að taka völdin af aðildarríkjum sambandsins. Hann leggst gegn fjöldainnflutningi og milljarða sóun af skattfé sem sent er gagnrýnislaust til Úkraínu. Hann heitir því, að íhaldsmenn í Evrópu muni taka yfir ESB og leiða Evrópu úr þeim ógöngum sem valdhafarnir í Brussel hafa steypt íbúunum í.

Nú hefur Orbán einnig opinberað slagorðið sem mun gilda fyrir kosningarnar. Ljóst er að hann lítur til Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Orbán telur að Trump sé eini maðurinn sem geti komið á friði í Úkraínu. Orbán hóf ræðu sína á orðunum:

„Gerum Evrópu mikla aftur! Evrópa verður að endurheimta Brussel! Látum Evrópubúa vera meðal Brusselmanna. Ný evrópsk íhaldshreyfing, sem við Ungverjar erum hluti af, getur framkvæmt raunverulegar breytingar. Bless Brussel, lengi lifi Evrópa!“

Orbán lýsti því, að Brusselelíta ESB hefði yfirgefið íbúa aðildarríkjanna. Aldrei hefði verið jafn djúp gjá milli ráðamanna og íbúanna eins og í dag á milli ESB og íbúa aðildarríkja sambandsins. Hann sagði að því þyrfti að breyta og breytingar gerðust ekki af sjálfu sér. Þess vegna þyrfti að mynda bandalag sjálfstæðisafla í Evrópu sem ynnu saman að því að endurheimta Brusselvaldið og færa í hendur aðildarríkjunum. Markmiðið væri ekki að skapa valkost við Evrópu heldur að skapa evrópskan valkost í því ástandi sem núna ríkir.

Hér að neðan má hlýða á ræðu Viktor Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa