Bresk yfirvöld vara við ferðum til glæpaklíku – Svíþjóðar eftir að tveir breskir ríkisborgarar voru myrtir í Malmö

Síðustu helgi fannst brunninn bíll með tveimur líkum í Malmö. Núna hefur komið í ljós, að fórnarlömbin voru breskir ríkisborgarar og að bíllinn var leigður á Kastrup flugvelli aðeins nokkrum klukkustundum fyrir morðin. Þeir myrtu voru Juan Cifuentes, 33 ára, og Farooq Abdulrazak, 37 ára.

Bíllinn fannst falinn á bak við runna á Fosie iðnaðarsvæðinu og ekki var hægt að bera kennsl á líkin í fyrstu vegna brunans. Lögreglan uppgötvaði skot í öðrum manninum og grunaði því strax að um morð var að ræða. Í fjölmiðlum kemur fram að lík fórnarlambanna voru svo illa farin að nota þurfti tannlæknaskýrslur við auðkenningu mannanna. Daily Mail greinir frá málinu.

Á þriðjudag greindi lögreglan frá því að bíllinn væri danskskráður, Toyota Rav 4, og breskir fjölmiðlar greina frá tveimur myrtum Bretum í „glæparíkinu Svíþjóð.“ Kenning lögreglunnar er sú að fyrst hafi Bretarnir verið skotnir og síðan kveikt í bílnum. Interpol hefur tengst morðrannsókninni.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar flugu Bretarnir til Kaupmannahafnar og leigðu bílinn þar. Nokkrum tímum síðar voru þeir og bíllinn brunnir til ösku í Svíþjóð, sjá kort að neðan.

Breskir fjölmiðlar vara við ferðum til „glæpaklíkulandsins“

Breska dagblaðið Daily Mail bendir á í frétt sinni að morðum í Svíþjóð hafi fjölgað um 39 prósent á árunum 2013-2021. Þá er greint frá því að breskur almenningur er upplýstur um, að Bretland hafi gefið út ferðaviðvörun til Svíþjóðar. Er það vegna „glæpahópa, hnífaofbeldis, skotárása og sprengjuárása“ að sögn breska blaðsins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa