Bretland er fyrsta Evrópulandið sem leyfir sölu á kjöti sem ræktað er á rannsóknarstofu. Yfirvöld hafa gefið grænt ljós á matvæli frá fyrirtækinu Meatly sem býður upp á ræktaðan kjúkling úr ræktunarfrumum. Í byrjun verður kjötið notað sem dýrafóður en í framtíðinni verður skipt yfir í „mannafóður.“
Matvælayfirvöld í Bretlandi hafa nýlega samþykkt gervikjöt frá fyrirtækinu Meatly. Að sögn Meatly er aukinn eftirspurn eftir rannsóknarstofukjöti til að gefa gæludýrum í stað alvöru kjöts af sláturdýrum. Fyrirtækið hefur fengið 3,5 milljónir punda frá fjárfestum og gerir ráð fyrir að afla 5 milljóna punda til viðbótar í næstu fjármögnunarlotu.
50% eigenda gæludýra ætla að nota ræktaða kjötið – 32% segjast geta borðað kjötið sjálf
Græna lygin er notuð til að selja inn gervikjötið og sagt að matariðnaðurinn fyrir gæludýr hafi svipuð „losunaráhrif og Filippseyjar“ sem er 13. fjölmennasta land heims. Rannsókn frá háskólanum í Winchester sýnir, að helmingur eða 50% eigenda gæludýra myndu kaupa ræktað kjöt fyrir dýrin sín og 32% gátu hugsað sér að borða kjötið sjálf.
Ræktaða kjúklinga„kjötið“ er gert með sýni úr hænsnaeggi sem fyrst er ræktað með vítamínum og amínósýrum á rannsóknarstofu og síðan eru frumurnar ræktaðir í íláti sem svipuðum og notuð eru í bjórbruggun og úr verður kjúklingadeig.
Stefnt er að því að „kjötið“ verði sett í búðir síðar á þessu ári. Síðan verður framleiðslan þróuð á stóriðjuskala til að lækka framleiðslukostnað. Einnig er rætt um að blanda „kjötinu“ við grænmeti til að ná framleiðslukostnaði frekar niður.
Flórída og Alabama banna ræktað kjöt til manneldis
Fyrri ríkisstjórn Bretlands vildi flýta samþykkt tilraunastofukjöts til manneldis og breska matvæla- og lyfjastofnunin reynir að finna leiðir til að stytta ferlið til að koma þessum „Frankensteinkjúklingi“ á matardiska almennings. Linus Pardoe hjá Gæðamatvælastofnun Evrópu segir:
„Samþykki á ræktuðu dýrafóðri er mikilvægur áfangi sem undirstrikar möguleika á nýjungum til að draga úr neikvæðum áhrifum hefðbundinnar búfjárræktunar.“
Lönd eins og Singapúr og Ísrael, hafa þegar samþykkt ræktað kjöt til manneldis. Sum ríki Bandaríkjanna eins og Flórída og Alabama hafa bannað ræktað kjöt á þeim forsendum, að afurðirnar ógni landbúnaðinum.