Bretland gefur Úkraínu „leyfi“ til að skjóta á Rússland

Sósíaldemókratinn Keir Starmer, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, er ekkert að bíða með að taka hrikalegar stríðsákvarðanir. Hann hefur gefið Úkraínu grænt ljós á að ráðast á Rússland.

Hinn nýji forsætisráðherra Bretlands hafði varla verið í embættinu í eina viku, þegar hann tók ákvörðun sem augljóslega hefur verið brýnni og mikilvægari en flestar aðrar.

Samkvæmt The Times hefur Starmer gefið Úkraínu leyfi til að nota breskar langdrægar eldflaugar af gerðinni Storm Shadow til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Nýskipaður varnarmálaráðherra Bretlands, John Healey segir:

„Við munum gera allt sem við getum til að hjálpa Úkraínu í varnarbaráttunni gegn innrás Pútíns.“

Áður fyrr var aðeins heimilt að beita vestrænum vopnum gegn Rússum innan landamæra Úkraínu. En allt er þetta núna breytt, þegar hvert vestræna ríkið gengur bak fyrri loforðum og hvetur Úkraínu til að skjóta á skotmörk í Rússlandi. Verður þá engu skeytt um viðvaranir Rússa, sem hafa varað við afleiðingunum, þegar vestræn vopn verða notuð til að ráðast á Rússland. Þriðja heimsstyrjöldin logar í hjörtum stríðsbrjálæðinga Vesturlanda.

Storm Shadow langdræg eldflaug Breta verður núna notuð til beinna árása á Rússland.
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa