Brusselhirðin er full af Soros aðdáendum

Eftir að ESB-dómstóllinn dæmdi Ungverjaland til að greiða 200 milljónir evra í skaðabætur til ESB fyrir að neita að opna landamærin fyrir ólöglega innflytjendur, þá segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að „Brusselhirðin sé full af Soros-fólki.“ Frá þessu greinir Magyar Nemzet.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, var í viðtali hjá Kossuth Radio á föstudag, þar sem hann ræddi um niðurstöðu ESB-dómstólsins um að sekta Ungverjaland fyrir að fylgja ekki innflytjendastefnu ESB.

Orbán segir, að valdaelítan í ESB fylgi stefnuskrá vinstri milljarðamæringsins George Soros. Viktor Orbán segir í viðtalinu:

„Brusselhirðin er full af Soros-fólki. Soros fylgir þeirri áætlun að milljón farandfólks flytji til Evrópu á hverju ári og að búin verði til blönduð heimsálfa.“

Forsætisráðherra Ungverjalands ræddi einnig útkomu ESB-kosninganna, þar sem íhaldssamir flokkar unnu mikið á í Evrópu, sem gæti mögulega hægt á ferðina í átt að þriðju heimsstyrjöldinni. En til að tryggja frið til lengri tíma litið, þá þarf Donald Trump einnig að verða endurkjörinn sem forseti Bandaríkjanna í nóvember, segir Viktor Orbán.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa