Búið að eyðileggja velferð Evrópuríkja með refsiaðgerðum gegn Rússlandi

Michael Hudson (skjáskot Youtube).

Refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafa haft hrikaleg áhrif. En ekki fyrir Rússland – heldur fyrir Evrópu. Það segir hinn hagfræðiprófessorinn Michael Hudson í viðtali við „Dialogue Works“ (sjá myndband að neðan). Allur velferðargrundvöllur er horfinn í Evrópu – og hefur færst til Rússlands. Hudsons segir að „allur grundvöllur velmegunar síðustu 30 ára í Vestur-Evrópu er glataður.“

Bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson talar um „refsiaðgerðirnar“ gegn Rússlandi í viðtali hjá Dialogue Works.

Hudson bendir á, að land sem sætir viðurlögum hafi tvo möguleika: brotna niður eða verða sjálfstætt og framleiða sjálft það sem áður þurfti að flytja inn. Rússlandi tókst það síðarnefnda. Hudson segir:

„Refsiaðgerðirnar hafa gert Rússland sjálfbært um matvæli, sérstaklega grænmeti. Þeir þurfa ekki lengur að flytja inn matvæli frá Eystrasaltslöndunum. Þeir eru orðnir sjálfbjarga í mörgum neysluvörum, iðnaðarvörum.“

Að sögn hagfræðingsins getur Vladimir Pútín þakkað Joe Biden, Bandaríkjaforseta, fyrir þá velferð sem þeim hefur tekist að koma á núna:

„Refsiaðgerðirnar sem Biden kynnti og Evrópu fylgdi eftir hafa haft þau áhrif sem Biden vildi: þær hafa skorið Evrópu frá Rússlandi. Þær hafa aðskilið Evrópu. Allur grundvöllur velferðar síðustu 30 ára í Vestur-Evrópu er horfinn. Sú velmegun sem Evrópa fær ekki lengur notið er núna flutt til Rússlands.“

Rússar hafa líka áttað sig á því, að Vesturlönd hafa ekkert fram að færa, fyrir utan nýfrjálshyggjuna. Alþjóðabankinn hækkaði Rússland nýlega upp í flokk hátekjulanda.

Sjá klippur HÉR.
Sjáðu allt HÉR.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa