Carl Bildt vill tryggja öryggi Evrópu gegn Donald Trump – segir eldflaugar Pútíns næst heimsækja Riga, Helsinki og Stokkhólm

Carl Bildt. Mynd © Frankie Fouganthin(CC SA 3.0)

Ef Rússar vinna stríðið í Úkraínu, gætu Svíþjóð og Stokkhólmur verið næst í röðinni til að verða fyrir „eldflaugum Pútíns“ fullyrðir Carl Bildt í umræðugrein í Dagens industri.

Rússar mega ekki vinna stríðið í Úkraínu. Þetta eru skilaboðin frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. „Því þá verður aldrei friður“ – heldur sennilega stærra og hættulegra stríð.

Pútín verður að fara frá völdum og Úkraína gerist meðlimur ESB og Nató

Stríðið myndi þá breiðast út til annarra borga í Evrópu, eins og Riga, Helsinki og Stokkhólm, segir Bildt. Til að skapa frið þarf tvennt til að sögn Carl Bildt. Í fyrsta lagi, að Pútín fari frá völdum – sem getur gerst „innan þykkra veggja Kreml,“ ef Vesturlönd sýna, að Rússar geti ómögulega unnið Úkraínustríðið. Í öðru lagi þurfa Vesturlönd að „tryggja framtíð Úkraínu“ sem er best gert í dag með vopnum og uppbyggingu hernaðarmáttar Úkraínu og síðar með aðild Úkraínu að ESB og Nató. Carl Bildt skrifar í DI:

„Nú snýst þetta um að ljúka friðarverkefninu í Evrópu með því að koma á friði og stöðugleika í austurhluta Evrópu. Það er áratuga verkefni. Árangur er ekki augljós, en valkosturinn er áframhaldandi stríð og óstöðugleiki.“

Trump tekur „hatrið með sér inn í Hvíta húsið“

Carl Bildt blæs upp hættuna af Donald Trump og varar við því, að Trump verði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningunum 2024. Bildt bendir á, að ef kosningar yrðu í Bandaríkjunum núna myndi Trump líklega vinna:

„En takk góði guð að kosningarnar eru ekki í dag. Fyrir okkur hér í Evrópu verðum við að tryggja öryggið gegn Trump eins mikið og við getum með sterkri stjórnmálastefnu.“

Endurkoma Trump myndi ekki aðeins ógna framtíð Nató heldur einnig „loftslagsstefnunni“ að sögn Bildt. Hann leggur áherslu á, að þjóðir heims verði að standa við loforð sín til 2030:

„Grænu og stafrænu umskiptin verða að halda áfram.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa