Carlo Maria Vigano erkibiskup kallaður til Vatíkansins til að verða bannfærður

Carlo Maria Vigano erkibiskup hefur verið kallaður til Vatíkansins til að verða bannfærður af Frans páfa rauða.

Carlo Vigano erkibiskup, vinur hinna trúföstu og algerlega hollur kirkjunni og deilir Jesú Kristi í öllu sem hann gerir, hefur fengið tilkynningu um að mæta hjá Vatíkaninu til að fá að heyra þungar ásakanir gegn sér fyrir að brjóta trúnað kaþólsku kirkjunnar.

Vinur okkar, Vigano erkibiskup hefur staðið upp gegn eyðingu kirkjunnar, Covid-tilskipunum sem rústuðu réttindum einstaklinga út um allan heim og stolnum kosningum. Hann hefur talað gegn páfanum fyrir eyðileggjandi aðgerðir gegn kirkjunni og gegn öðrum eins og Kína og World Economic Forum. Fyrir þetta verður hann bannfærður úr heilagri kaþólskri kirkju.

Skilaboð Vigano erkibiskups á X í dag:

„Lagadeild trúarstofnunarinnar „The Dicastery for the Doctrine of the Faith“ hefur með einföldum tölvupósti tilkynnt mér að hafin hafi verið réttarhöld gegn mér án dóms og laga, með ásökun um að fremja sundrungarglæp og fyrir að hafa neitað lögmæti „Frans páfa“ og að hafa rofið samskipti „við Hann“ og að hafa hafnað öðru Vatíkanráðinu. Ég hef verið boðaður í Höll hinnar heilögu skrifstofu þann 20. júní í eigin persónu eða í fyrirsvari með lögfræðingi. Ég geri ráð fyrir að dómurinn hafi þegar verið undirbúinn í ljósi þess að um er að ræða aukalegt dómstólsferli.“

„Ég lít á ásakanirnar á hendur mér sem heiður. Ég tel að sjálft orðalag ákærunnar staðfesti þær kenningar, sem ég hef ítrekað varið í ýmsum ávörpum mínum. Það er engin tilviljun að ákæran á hendur mér snýst um efasemdir um lögmæti Jorge Mario Bergoglio og höfnun II. Vatíkanráðsins: Ráðið er fulltrúi hins hugmyndafræðilega, guðfræðilega, siðferðilega krabbameinskýlis sem helgisiðameinsemd Bergoglian „kirkjuþingskirkjunnar“ er.“

Allan textann má sjá á ensku hér að neðan á pdf:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa