COP28 enn eitt svindlið – Valdaelítan hlær að okkur

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen fullyrðir á X-inu, að valdaelítan geri okkur hin að athlægi, þegar elítan hittist í Dubai vegna loftslagsins. „Þetta er allt saman bara enn eitt svindlið.“

Hvernig stendur á því, að það eru þeir allra ríkustu sem reka loftslagsmálin? M.a. gengur Karl III konungur Stóra-Bretlands fremstur í loftslagsfylkingunni.

Koma á einkaþotum spúandi koltvísýringi

Fjölmiðlar eru einnig samstíga á vagninum. Næstum því allir. Breski kynnirinn Patrick Christys hjá GB fréttum segir (sjá myndskeið að neðan):

„Mér gæti ekki verið meira sama um COP28. Þetta er algjör farsi allt saman. Konungurinn, David Cameron, Rishi Sunak fara allir á einkaþotum til að spjalla saman í olíuríki og koma með hugmyndir um að gera fátækt fólk fátækara. Fullkomin dirfska milljarðamæringa sem dæla út – guð veit hversu mikið af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Þetta er grínmynd!“

Hverjir halda þessir heimsleiðtogar að þeir séu?

Að mati Christy er það viðeigandi, að COP28 sé haldin í alræðis-Sharia-ríki eins og Sameinuðu arabísku furstadæminu, því loftslagsmálin eru líka stunduð með alræðislegum hættI:

„Í hvert skipti sem þú blikkar augunum, verður meira af peningunum þínum sem þú hefur unnið fyrir með erfiðum höndum, gefnir af stjórnmálamönnum í stóru grænu hítina. Hverjir halda þessir heimsleiðtogar að þeir séu? Sjáið bara hvernig þeir lifa lífinu. Það eru þeir sem skaða umhverfið, ekki við. Hættið að láta okkur borga fyrir öll tilgangslausu hégómaverkefnin ykkar!“

Bitnar mest á þeim fátækustu

Patrick Christys nýtur stuðnings breska þingmannsins Andrew Bridgen, sem skrifar í færslu á X-inu (sjá að neðan):

„COP28 er enn eitt svindlið! Leiðtogar heims fljúga á einkaþotu, á meðan þeir kenna okkur að bjarga jörðinni með því að draga úr kolefnislosun. Þeir gera okkur að athlægi. Nettó núll mun koma verst niður á fátækasta fólkinu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa