Danmörk hættir rannsóknum á hryðjuverkaárásinni á Nord Stream

Danmörk er næst á eftir Svíþjóð sem hættir frekari rannsóknum á sprengjuárásinni á gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2. Notar Danmörk sömu rök og Svíþjóð að ekki sé ástæða til að halda áfram rannsókninni, þar danska lögsögu skorti í málinu. Sænska SVT segir frá:

Í fréttatilkynningu lögreglunnar í Kaupmannahöfn segir, að rannsóknin hafi verið umfangsmikil og flókin og verið gerð í samvinnu við dönsku öryggislögregluna PET. Varðandi niðurstöður rannsóknarinnar segir:

„Í ljósi rannsóknarinnar geta stjórnvöld dregið þá niðurstöðu að um vísvitandi skemmdarverk hafi verið að ræða á gasleiðslunum. Jafnframt er niðurstaðan sú, að ekki sé grundvöllur til að sækja málið í Danmörku.“

Neðansjávar sprengingar

Í lok september 2022 fundust fjórir lekar á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands með fram Eystrasaltsbotni. Tveir lekanna voru á sænsku efnahagslögsögunni, norðaustur af Bornholm, og tveir í dönsku efnahagslögsögunni, suðaustur af Bornholm. Efnahagslögsaga ríkja er ekki það sama og landhelgi.

Skjálftamælingar sýndu að sprengingar voru neðansjávar áður en lekinn uppgötvaðist. Tveimur mánuðum síðar staðfesti sænski saksóknarinn, að gasleiðslurnar hefðu orðið fyrir vísvitandi sprengingum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa