Danmörk ræðst á landbúnaðinn með nýjum refsiskatti fyrir loftslagið

Danska ríkisstjórnin innleiðir fyrsta loftslagstengda refsiskatt á landbúnaðinn í heiminum. Samningaviðræður við landbúnaðar- og náttúruverndarsamtök hafa verið harðar og langar og á mánudagskvöldið stóðu þeir síðarnefndu uppi sem sigurvegarar. Græningjar fagna sbr. X að neðan.

Sögulegt „endurskipulag“ landsvæða og matvælaframleiðslu Danmerkur

Í raun þýðir ákvörðunin, sem tók fimm mánuði að fá fram, að bændur þurfa í fyrstu að greiða 120 danskar krónur fyrir hvert tonn af koltvísýringsígildum sem þeir losa. Nokkrum árum síðar hækkar refsitollurinn upp í 300 danskar krónur á tonnið. Stephanie Lose, efnahagsráðherra Danmerkur, segist vera „stolt og ánægð“ með þessa árás á landbúnaðinn:

„Skatturinn er hluti af samningi sem verður grundvöllur sögulegrar endurskipulagningar og nýs fyrirkomulags landsvæða og matvælaframleiðslu Danmerkur.“

Stór útflytjandi svínakjöts

Danir eru stór útflytjandi á svínakjöti og mjólkurvörum og er losun koltvísýrings frá landbúnaði verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda í landinu eins og verið hefur í aldanna rás. En ofsastjórn grænna efnahagsumskipta sér bændur feiga. Núna vonast stjórnvöld til að refsiskatturinn þvingi bændur til að minnka losun um tæpar 2 milljónir tonna af koltvísýringi á ári.

Hvort það verður að raunveruleika á eftir að koma í ljós. Þar sem Danmörk er enn sem komið er eina landið í ESB með refsiskatt af þessu tagi, þá má búast við, að áhrifin verði þau, að danskur landbúnaður eigi erfitt með að keppa við önnur lönd. Margir bændur munu eflaust hætta störfum og þá fækkar búgripum og prumpið minnkar. Markmið glóbalista er að minnka matarframleiðslu í heiminum og skapa hungur og matarskort.

Formlega þarf að staðfesta þennan „sögulega samning“ með lögum svo hann taki gildi. Gert er ráð fyrir að því verði, þegar þing kemur saman að nýju eftir sumarfrí. Byrjað verður að innheimta skattinn frá og með árinu 2030.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa