Zelenskí hefur talið forráðamönnum Norðurlanda trú um að orsakir þeirra áfalla sem úkraínski herinn hefur orðið fyrir að undanförnu stafi af því, að umheimurinn gefi Úkraínu ekki nægilega mikið af vopnum og skotfærum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur grætur krókódílstárum og eyðileggur varnir Danmerkur á einni sekúndu. Hún tilkynnti að hún gefi Úkraínu allar skotbirgðir stórskotaliðs danska hersins (sjá myndskeið X að neðan).
Nýlega féll úkraínski bærinn Avdijivka í hendur rússneskra hersveita. Zelenskí kennir Vesturlöndum um að senda ekki nægjanlega mikið af vopnum til Úkraínu.
Til að bregðast við þessu tilkynnti Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hún gefi Úkraínu skotbirgðir danska hersins, segir í frétt Newsweek. Fredriksen gaf þetta ótrúlega fyrirheit á yfirstandandi öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi. Þetta rausnarlega loforð hennar mætti engri yfirdrifinni hrifningu. Mette Fredriksen sagði:
„Danmörk hefur ákveðið að gefa allar vopnabirgðir stórskotaliðs okkar. Það er nóg til af vopnum og skotfærum í Evrópu sem löndin þurfa ekki að nota sjálf heldur ættu að gefa til Úkraínu.“
Heyra má yfirlýsingu danska forsætisráðherrans á X hér að neðan: