Djúpríkið undirbýr valdarán hersins af ótta við „hefndir“ ef Trump verður endurkjörinn forseti

Áhyggjur aukast meðal öfga-vinstri „öryggissérfræðinga“ og innherja í Pentagon, að Donald Trump fyrrverandi forseti muni nota bandaríska herinn sem skiptimynt til að framfylgja pólitískum markmiðum sínum ef hann snýr aftur til Hvíta hússins. NBC News viðurkenndi óvart í frétt, að til væri „djúpríki“ sem sagt er undirbúa valdarán hersins gegn fyrrverandi forseta Trump, verði hann endurkjörinn forseti í sanngjörnum og frjálsum kosningum í Bandaríkjunum.

Frétt NBC dregur upp mynd af samsæri vinstrimanna til að hindra tryggð hersins við réttkjörna ríkisstjórn, ef Trump verður endurkjörinn forseti eins og allt bendir til. Mollie Hemingway hjá The Federalist skrifaði (sjá X að neðan):

„NBC greinir frá því að vinstrimenn séu að finna út leiðir til að herinn verði ekki lengur undir borgaralegri stjórn. NBC lýsir slíku hættulegu og ólögfestu valdaráni sem góðum hlut, vegna þess að það mun grafa undan Trump, ef hann verður kosinn af Bandaríkjamönnum í frjálsum og sanngjörnum kosningum.“

Borgarleg stjórn grunnur bandaríska lýðræðisins

Samkvæmt War on the Rocks, þá eru borgaraleg yfirráð yfir hernum hluti af grunni bandarísks lýðræðis. Lýðræðisverkefninu er ekki ógnað af tilvist öflugs hers svo framarlega sem borgaralegir leiðtogar og herforingjar aðhyllast og innleiða skilvirka borgaralega stjórn. Samborgaralegu eftirliti er beitt innan framkvæmdavaldsins með allri stjórnarkeðjunni sem liggur frá forsetanum til borgaralega varnarmálaráðherrans og til herforingjanna.

Núna er samstillt átak samfylkingar almannahagsmunahópa og þingmanna til að sjá fyrir og hindra allar tilraunir til að „misnota“ forsetavald. Það felur í sér að fylgst er náið með stefnuyfirlýsingum Trumps og viðtölum bandamanna hans til að meta stefnu mögulegrar nýrrar ríkisstjórnar Trump. Lykilaðilar í þessu forvarnarstarfi eru meðal annars vinstri samtök sem hafa lagt sig um lagalegar ofsóknir á hendur Trump eins og „Democracy Forward“ og „Protect Democracy.“ Eru þessir aðilar ásamt fleirum að undirbúa sig fyrir lagalegar ákærur og leitast við að byggja upp samfylkingu til að vinna gegn hvers kyns „misbeitingu valds“ frá fyrsta degi.

Segja markmið Trumps vera að nota herinn til að framfylgja stefnu repúblikana

Samkvæmt NBC News vekur Donald Trump ótta hjá þeim „sem skilja innra starf Pentagon“ um að Trump muni breyta óflokksbundnum Bandaríkjaher í afl til að framfylgja eigin stjórnmálamarkmiðum og þar með eyðileggja tveggja alda lýðræðisskipan þjóðarinnar. Sagt er að hópur manna hafi komið í veg fyrir slíka þróun þegar Trump var forseti en núna muni það ekki takast. Trump er sagður hafa vakið upp nýjar spurningar um fyrirætlanir sínar ef hann endurheimtir völdin:

„Trump hefur sett fram lagakenningu um að forsetanum væri frjálst að gera nánast hvað sem er refsilaust – þar á meðal að myrða pólitíska keppinauta – svo framarlega sem þingið hefði ekki nægjanlegan atkvæðastyrk til að ákæra hann og víkja honum úr embætti.“

Djúpríkið undirbýr ólöglega valdarán hersins

Þeir sem taka þátt í undirbúningnum sögðu NBC News að þeir væru að rannsaka fyrri aðgerðir Trumps og stefnu 2024 þannig að hægt verði að grípa til aðgerða ef hann vinnur kosningarnar í nóvember. Grípa á til lagalegra aðgerða og senda hótunarbréf til talsmanna Trumps, þar sem þeim verður greint frá afleiðingum þess að grafa undan stjórnarskrárviðmiðum.

Gagnrýnendur halda því fram, að „fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr slíkri notkun jafngildi ólöglegum aðgerðum“ og geti rutt brautina fyrir „valdatöku hersins“ til að grafa undan vilja bandarísku þjóðarinnar. Segja gagnrýnendur hér vera um skipulagt átak af hálfu djúpríkisins til að grafa undan valdi Trumps, sem fengi á löglegan og lýðræðislegan hátt ef hann yrði sigurvegari kosninganna 2024.

Bandaríkjamenn óttast, að þær aðgerðir sem lýst er í frétt NBC séu ekki verndarráðstafanir fyrir lýðræðið heldur þvert á móti aðgerðir til að brjóta lýðræðið á bak aftur.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa