Donald Trump styður Jim Jordan sem nýjan þingforseta

Eftir að repúblikananum Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var vikið úr starfi í atkvæðagreiðslu þingsins, þá tilkynnir Donald Trump 45. forseti Bandaríkjanna, að hann styðji framboð flokksbróður síns, Jim Jordans, til embættisins.

Trump sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi á Truth Social:

„Þingmaðurinn Jim Jordan var STJARNA löngu áður en hann fór í mjög farsæla ferð sína til Washington, D.C., sem fulltrúi 4. þinghéraðs Ohio. Hann er virtur af öllum og er núna formaður dómsmálanefndar þingsins.

Sem forseti átti ég þann heiður að afhenda Jim æðstu borgaralegu verðlaun landsins okkar, Frelsisorðu forsetans. Það er hægt að læra mikið af íþróttum og Jim var meistari! Meðan hann gekk í menntaskólann í Graham, þá vann hann landsmeistaratitilinn öll fjögur árin, sem er sjaldgæft og setti ótrúleg 156-1 met.

Við háskólann í Wisconsin-Madison varð Jim tvisvar sinnum glímumeistari í deild landsmeistarakeppninnar. Hann varð sigurvegari í sínum þyngdarflokki árin 1985-86.

Jim er með meistaragráðu í menntun frá Ohio háskóla og í lögfræði frá Capital háskóla. Hann er STERKUR í málefnum afbrota, landamæranna, hermálum okkar og 2. viðauka stjórnarskrárinnar. Jim, eiginkona hans Polly og fjölskylda eru framúrskarandi – hann verður FRÁBÆR þingforseti og hefur algjöran og fullkomlegan stuðning minn!“

https://truthsocial.com/@realDonaldTrump/posts/111186121976324259
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa