Eigendur Saab hafa grætt yfir 1550 milljarða króna á stríðinu í Úkraínu

Eigendur Saab hafa grætt 120 milljarða sænskra króna eða 1550 milljarða íslenskra króna síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Sænski vopnaframleiðandinn er nefndur einn af stóru sigurvegurum stríðsins.

Þann 23. febrúar 2022, daginn fyrir innrás Rússa í Úkraínu, var gengi hlutabréfa í Saab 52,95 sænskar krónur. Þegar kauphöllinni í Stokkhólmi var lokað fimmtudaginn 18. júlí núna í vikunni, þá hafði gengið meira en fimmfaldast og var komið upp í 267, 70 sænskar kr.

120 milljarðar

Með yfir 540 milljóna hlutabréf er um heildar virðisaukningu að ræða upp á tæpa 117 milljarða sænskra króna. Að auki hefur Saab síðan í febrúar 2024 úthlutað eða ákveðið arðgreiðslur fyrir marga milljarða að auki. Samtals þýðir þetta hagnað fyrir eigendur Saab upp á tæpa 120 milljarða sænskra króna.

Stríðið í Úkraínu er gullgæs fyrir þá sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu. Það er ekki bara Úkraína sem þarf á vopnum að halda. Lönd út um allan heim fjárfesta um þessar mundir í nýjum vopnabúrum sínum.

Wallenberg

Stærsti eigandi Saab AB er fjárfestingarfyrirtækið Investor í eigu Wallenberg. Næst stærsti eigandi eru Wallenberg-sjóðirnir. Saman eiga Wallenberg-fyrirtækin tvö tæplega 40% hlut í vopnaframleiðandanum og halda meirihluta atkvæða í félaginu.

Marcus Wallenberg sem kallast „Husky“ er stjórnarformaður Saab. Hann var áður forstjóri Investor og má segja að hann sé áhrifamesti meðlimur Wallenberg-fjölskyldunnar.

Bent hefur verið á Saab-samsteypuna sem þann vopnaframleiðanda í heiminum sem hvað mest hefur aukist í verði eftir 23. febrúar 2022. hefur áður verið nefndur sem sá varnarhópur í heiminum sem hefur aukist hvað mest í verði síðan stríðið í Úkraínu braust út.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa