Einkareknir fjölmiðlar geta tekið við af ríkisreknum vinstri fjölmiðlum

Jordan Bardella leiðir Þjóðfylkinguna í Frakklandi. (Mynd Wikipedia).

Ríkisfjölmiðlarnir liggja illa til í Frakklandi. Ef Þjóðfylkingin vinnur kosningarnar í sumar er möguleiki á að einkavæða ríkisfjölmiðlana – og breyta um stefnu. Flokkurinn er sakaður um að reyna að losa sig við fjölmiðla sem þeir telja að séu vinstrisinnaðir og „vók.“

Miklar breytingar gætu orðið ef Þjóðfylkingin undir forystu hins vinsæla stjórnmálamanns Jordan Bardella, fær meirihluta í þingkosningunum í sumar.

Dagblaðið The Guardian skrifar, að flokkurinn vilji einkavæða sjónvarps- og útvarpsrásir Frakklands sem eru fjármagnaðar af ríkinu. Bardella sagði í viðtali að salan myndi spara þrjá milljarða evra. Sebastien Chénu, varaformaður Þjóðfylkingarinnar, segir við blaðið að margar útsendinganna „hallist ýmist til vinstri eða lengst til vinstri.“ Hann sagði einnig, að bæði sjónvarp og útvarp í landinu þurfi „smá frelsi, smá súrefni.“

Að sögn fjölmiðlasagnfræðingsins Alexis Lévrier, þá vill Þjóðfylkingin einkavæða ríkisfjölmiðla til að „þagga niður í fjölmiðlum sem þeir saka um að vera vók, vinstrisinnaða og andsnúnir hugmyndafræði þeirra.“ Að sögn fjölmiðlasagnfræðingsins ætlar Þjóðfylkingin, ef hún fær meirihluta á þingi, að selja ríkismiðlana til eigenda með fullveldishugmyndir. Slík róttæk breyting gæti breytt fjölmiðlalandslaginu í grundvallaratriðum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa