Einn hataðasti stjórnmálamaður í Evrópu á að leiða Nató

Bráðum lætur Jens Stoltenberg, aðalritari hernaðarbandalagsins Nató af störfum, þegar aðildarríki bandalagsins hafa komið sér saman hver tekur við starfinu. Núna hafa nær öll aðildarríkin samþykkt nýjan aðalritara sem talinn er vera einn af mest hötuðu stjórnmálamönnum í Evrópu: Mark Rutte fyrrverandi forsætisráðherra Hollands. Tími Rutte við völd einkenndust af árásum ríkisstjórnar hans gegn landbúnaðinum og bændum og leiddi til víðtækra mótmæla bænda. Rutte hraktist frá völdum, þegar nýi bændaflokkurinn sópaði til sín fylgi.

Mark Rutte á World Economic Forum. (Mynd: Wikipedia/ World Economic Forum/ CC 2.0)

Næstum öll aðildarríki Nató fyrir utan Rúmeníu hafa samþykkt að Mark Rutte verði aðalritari Nató á eftir Jens Stoltenberg.

Mark Rutte gerði tilraun til að gera bændur í Hollandi eignalausa með því að ríkið nauðungarkeypti jarðir þeirra í nafni loftslagsins. Grænar kröfur ríkisstjórnar Rutte gerðu það að mestu ómögulegt að stunda búskap í Hollandi sem áður var eitt af stærstu matvælaframleiðendum heims. Að sögn Thierry Baudet hjá stjórnarandstöðunni (sjá YouTube að neðan) snérist málið m.a. um að fá bændur til að selja land sem síðar var hægt að nota til að byggja húsnæði fyrir farandfólk.

Ungverjaland samdi við Nató um að senda hvorki hermenn né peninga til Úkraínustríðsins

Harðasta andstaðan við Rutte sem aðalritara Nató kom frá ríkisstjórn Ungverjalands. En á þriðjudag barst sú frétt að Ungverjaland samþykktu Rutte. Gerðist sú samþykkt í sambandi við samninga Ungverjalands við Nató um að Nató fengi enga hermenn eða peninga frá Ungverjalandi til stríðsins í Úkraínu. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, skrifaði um málið á X (sjá neðar á síðunni). Mark Rutte skrifaði Orbán bréf um málið, sjá mynd


Rúmenía hefur enn ekki samþykkt Rutte

Forseti Rúmeníu, Klaus Johannis. (Mynd: Wikipedia).
Rúmenía hefur enn ekki samþykkt Rutte, þar sem forseti landsins, Klaus Johannis, bauð sig fram til aðalritari Nató eftir að kjörtímabili hans sem forseta Rúmeníu rennur út í desember. Samkvæmt heimildum mun hann fljótlega draga framboð sitt til baka sem tryggir Rutte sess sem aðalritara Nató. Reiknað er með, að Rutte muni taka við starfinu 1. október n.k.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa