Helen og Corey Comperatore (mynd Facebook).
Helen Comperatore, ekkja hins myrta slökkviliðsmanns Corey Comperatore, neitaði símtali frá Joe Biden forseta Bandaríkjanna eftir skotárásina, að sögn New York Post.
Helen Comperatore, ekkja eftir fv. slökkviliðsstjóra Pennsylvaniu, greindi frá því að hún neitaði að tala við Biden eftir dauða eiginmanns síns. Corey var myrtur, þegar hann tók kúlu morðingjans í staðinn fyrir dóttur sína sem hann verndaði. Corey var ásamt fjölskyldunni á kosningafundinum til að hlýða á Donald Trump. Eftir slökkvistjórastarfið þá starfaði hann sem slökkviliðsmaður í sjálfboðavinnu.
Helen Comperatore sagði:
„Ég talaði ekki við Biden, ég vildi ekki tala við hann. Maðurinn minn var sannfærður repúblikani og hann hefði ekki viljað að ég myndi tala við hann.“
Helen skýrði afstöðu sína og sagðist enga andúð hafa á Biden:
„Ég hef enga andúð á Joe Biden. Ég er ekki ein af þeim sem eru virk í stjórnmálum. Ég styð Trump. Það er hann sem ég kýs, en ég hef engan illvilja gagnvart Biden. Það var ekki hann sem skaðaði manninn minn. Tvítugur fyrirlitlegur krakki gerði það.“