Elon Musk íhugar að loka X innan Evrópusambandsins

Elon Musk. Mynd ©  Steve Jurvetson (CC BY 2.0)

Samkvæmt innherjaheimildum eins og Business Insider, þá er Elon Musk að íhuga að leggja niður samfélagsmiðil sinn X/Twitter innan ríkja Evrópusambandsins. Ástæðan er stafrænu ritskoðunarlög ESB sem kallast Digital Service Act, DSA (sjá pdf að neðan).

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þegar hafið rannsókn gegn X (áður Twitter) vegna „falsupplýsinga.“ Elon Musk hefur þrálátt beðið um nánari upplýsingar um dæmi um slíkt en fátt orðið um svör. Samkvæmt ritskoðunarlögum ESB, sem gerir netrisana að ritskoðunarlögreglu í þjónustu sambandsins, þá getur ESB lagt sekt mótsvarandi 6% af ársveltu netmiðilsins á heimsvísu ef ekki er farið eftir skipunum sambandsins.

Ritskoðunarlögin gera strangar kröfur um pólitíska ritskoðun á til dæmis gagnrýni á innflytjendamál, gagnrýni á lyfjarisana og þess háttar sem skilgreint er sem „hatursumræða.“ Í raun er öll gagnrýni á ESB hatur en það er í höndum hirðstjórnarinnar í Brussel að ákveða, hvað skilgreinist sem hatur hverju sinni.

Heimildarmaður Business Insider segir að Elon Musk, eigandi X, sé núna að íhuga að loka samfélagsmiðlinum í Evrópu eða loka fyrir alla notendur frá ESB – til að komast hjá því að þurfa að gerast ritskoðunarlögregla til samræmis við ritskoðunarlög Evrópusambandsins.

Thierry Breton, ábyrgur kommissjóner ESB, hefur látið mikið að sér kveða í málinu og sagt skýrt, hvað honum finnst um hugmyndir Musks um tjáningarfrelsi. Breton gaf út þá yfirlýsingu „að fuglinn yrði að fljúga samkvæmt reglum ESB.“ Einungis hrá valdboð frá þessu liði. Threads, sem er samkeppnisaðili X, er ekki aðgengilegt innan ESB vegna stafrænu ritskoðunarlaganna.

Lögin má skoða á pdf hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa