Elon Musk varar Bandaríkin við mögulegu nýju ódæði verra en 9/11

Eigandi X, Elon Musk, kemur með skelfilega viðvörun til Bandaríkjamanna eftir fréttir um að Biden-stjórninni fljúgi hundruðum þúsunda ólöglegra innflytjenda til að minnsta kosti 43 mismunandi staða til að „létta á öngþveitinu“ við landamærin eins og TGP hefur greint frá.

Stjórnin heldur því fram, að flogið hafi verið með 320.000 ólöglega innflytjendur til að „fækka“ þeim fjölda sem fer yfir landamærin. Þetta eru auðvitað helber ósannindi.

Verið er að leggja grunn að einhverju miklu verra en 11. september

Ekki er vitað hvaðan þessir farandverkamenn koma. Center for Immigration Studies (CIS) segir, að stjórnin vilji halda stöðunum leyndum, vegna þess að „slæmir einstaklingar“ gætu skaðað almannaöryggi og upplýsingarnar gætu hugsanlega veitk löggæslu. Í færslu á X-inu þriðjudag afhjúpaði Musk hina raunverulega ástæðu á bak við áætlun Biden-stjórnarinnar: að flytja inn og dreifa nýjum kjósendum sem munu örugglega kjósa demókrata til að tryggja meirihluta.

Musk tekur fram, að eigingirni ríkisstjórnarinnar skapi alvarlega hættu fyrir öryggi þjóðarinnar sem byggist eingöngu á fjölda ólöglegra innflytjenda „Verið er að leggja grunn að einhverju miklu verra en 11. september.“ Musk segir:

„Þessi ríkisstjórn er bæði að flytja inn kjósendur og skapa ógn við öryggi þjóðarinnar vegna ólöglegra innflytjenda sem ekki hafa verið athugaðir. Það er mjög líklegt að verið sé að leggja grunn að einhverju miklu verra en 11. september. Það er bara spurning um tíma.“

Þökk sé þeirri meðvituðu landamærakreppu sem Biden hefur skapað, þá hefur glæpum fjölgað sem ólöglegir innflytjendur fremja gegn bandarískum ríkisborgurum. Nýlegt morð á efnilegum háskólanema í Georgíu, Laken Riley, er hrópandi dæmi um slíkt. Þar að auki hafa hryðjuverkamenn þegar komið yfir opnu suðurlandamærin.

New York ræður ekki lengur við innflutningsstrauminn til borgarinnar

Myndskeið frá New York sýna yfirfullar gangstéttir þar sem innflytjendur sofa á nóttunni vegna þess að borgarvöld hafa ekkert húsnæði lengur til að taka á móti fleirum samanber myndskeiðið hér að neðan. Fólk fær mat en ekkert húsaskjól. Borgaryfirvöld hafa einnig gripið til þess óyndisúrræðis að loka skólum og senda nemendur heim til að fá pláss fyrir alla innflytjendur.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa