ENDURKOMA ÞÝSKALANDS: Herinn verður burðarás í evrópskum varnarmálum – Berlín tvöfaldar hernaðaraðstoð til Úkraínu

Slæmar endurminningar vakna: Berlín stælir hervöðvana og hrollur fer um hryggjarliði Evrópu.

Olaf Scholz, sem er á eftir íhaldssamri stjórnarandstöðu í skoðanakönnunum, hefur ásamt hinni glaðværu hljómsveit frjálslyndra glóbalista komið með frábæra nýja áætlun til að breyta hlutunum: STRÍÐ.

Núna er markmið Þýskalands að gera her sinn að „burðarás fælingarmáttar“ í vörnum Evrópu með víðtækum breytingum og nútímavæðingu. Það er reyndar ekki allt: Til að bæta upp væntanlegt tap á erlendri hernaðaraðstoð til Úkraínu ætlar Scholz að tvöfalda fjárframlögin til Úkraínu.

Tvöfaldar fjárframlög til Úkraínu

Reuters greinir frá: „Ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, hefur í grundvallaratriðum samþykkt að tvöfalda hernaðaraðstoð landsins til Úkraínu á næsta ári í 8 milljarða evra að sögn pólitísks heimildarmanns í Berlín á sunnudag. Bandalag Scholz er með meirihluta á þingi, þannig að búist er við að hækkunin verði samþykkt. Einnig á að hækka útgjöld Þýskalands til varnarmála í 2,1% af landsframleiðslu. Er það umfram þau 2% sem allir meðlimir Atlantshafsbandalagsins hafa lofað en ekki efnt að fullu fyrr en núna. Heimildarmaðurinn sagði:

„Þingmenn úr jafnaðarmannaflokki Scholz, Frjálsum demókrötum og Græningjaflokknum samþykktu hækkunina í samningaviðræðum um fyrirhuguð fjárlög Þýskalands fyrir árið 2024 á formlegum fundi fjárlaganefndar Sambandsþingsins …fimmtudaginn 16. nóvember.“

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, vísaði til fyrirhugaðrar tvöföldunar hernaðaraðstoðar við Úkraínu í viðtali við útvarpsstöðina ARD:

„Þetta er sterkt merki til Úkraínu um að við munum ekki skilja þá eftir í lausu lofti.“

Þýski herinn á að verja Þýskaland og ESB

Málið kemur á sama tíma og ESB áformar að verja allt að 20 milljörðum evra í hernaðaraðstoð til Úkraínu en nær ekki samstöðu aðildarríkjanna í málinu. Aukin útgjöld Þýskalands eru samþykkt um leið og Þýskaland hraðar endurbótum á skipulagi hersins. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius tilkynnti um áframhaldandi endurskoðun á her landsins. Endurnýjun hersins er til þess að „gera herinn hæfari til að verja Þýskaland og bandamenn landsins.“ Deutsche Welle greinir frá og vitnar í nýjar varnarreglur:

„Við verðum að vera burðarás fælingarmáttar og sameiginlegra varna í Evrópu. Okkar eigin íbúar, sem og samstarfsaðilar okkar í Evrópu, Norður-Ameríku og heiminum, búast við að við tökum höndlum þessa ábyrgð.“

„Bundeswehr, sem her Þýskalands er kallaður, verður að vera tilbúinn í stríð á öllum sviðum. Það þýðir að starfsfólk hersins og búnaður verður að miðast við að geta sinnt þessum krefjandi verkefnum.“

Þýskaland vill á ný verða hernaðarlegt stórveldi meginlandsins

Vel útbúinn her sem er fær um að berjast í hörðum bardaga hvenær sem er „er eina leiðin til að tryggja trúverðugan fælingarmátt og frið“.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti um þessa nýju miklu breytingu á varnarstefnu Þýskalands „Zeitenwende“ í kjölfar stríðs Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Umbætur á hernum mun taka tíma, því vinna þarf upp „áratuga vanrækslu.“ Varnarmálaráðherrann Pistorius sagði:

„Með Zeitenwende verður Þýskaland fullvaxið land í öryggismálum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa