Evrópa stendur frammi fyrir „afgerandi augnabliki.“ Aldrei áður hefur ESB verið eins ógnað af „popúlistum, þjóðernissinnum og lýðskrumurum“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á þingi EPP í Búkarest (sjá myndskeið að neðan).
Í júní eru kosningar til ESB-þingsins. Þingmenn eru kjörnir í kosningunum og útkoma þeirra hefur einnig óbeint áhrif á hver verður næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen, varaði í ræðu hjá þinghóp EPP fyrr í mars við því sem sem hún telur vera í húfi. Samkvæmt von der Leyen er heimurinn sem við búum í núna hættulegur, meðal annars vegna Rússlands og Kína. Hún segir „afgerandi augnablik“ í loftinu núna (kosningarnar). Í dramatískri ræðu sagði hún:
„Hér heima eru vinir Pútíns að reyna að endurskrifa sögu okkar og ræna framtíð okkar. Þeir dreifa hatri á bak við lyklaborðið.“
„Látum engan vafa vera á því, hvað er í húfi í þessum kosningum. Popúlistar, þjóðernissinnar og lýðskrumarar ógna hinni friðsömu og sameinuðu Evrópu okkar eins og enginn sé morgundagurinn. Burtséð frá því, hvort það er öfgahægri eða öfga vinstri.“
„Sama hvort það er AfD, Rassemblement National, The Confederatia eða Wasraschdene. Nöfnin geta verið önnur en markmiðið er það sama! Þeir vilja traðka á gildum okkar og þeir vilja eyðileggja Evrópu okkar. En við, EPP, munum aldrei láta það gerast.“