ESB hafnar friðarskilmálum Rússlands – Forseti Serbíu varar við stórstyrjöld

Elíta stjórnmálamanna sem ætla að fara í þriðju heimsstyrjöldina í nafni friðar.

Leiðtogar margra Evrópuríkja, þar á meðal Ítalíu og Þýskalands, hafna þeim skilmálum um vopnahlé í Úkraínu sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði nýlega fram. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, kallar friðaráætlunina „áróður“ og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, vísar tillögu Rússa á bug sem „einræðisfriði.“

Skilmálar Rússa fyrir vopnahlé og friðarviðræðum eru í stuttu máli þeir, að Úkraína segi sig frá Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia héruðum og skuldbindi sig til að vera hlutlaus og ganga ekki í Nató.

Rússum ekki boðið á ráðstefnu „friðar“

Á friðarráðstefnu helgarinnar í Sviss – sem Rússum var ekki boðið að vera með, komu leiðtogar saman frá um 90 löndum og alþjóðlegum stofnunum til að ræða um, hvernig hægt verði að lokum að ljúka stríðinu á „viðunandi hátt.“

Í drögum að yfirlýsingu sem skrifað var út á leiðtogafundinum kemur fram, að allir friðarskilmálar þar sem Úkraína afsalar sér landsvæði til Rússlands komi ekki til greina. Andriy Yermak, starfsmannastjóri Zelenskys, segir við BBC að það verði engin „málamiðlun um sjálfstæði, fullveldi og landhelgi.“

Svipuð orð heyrðist frá leiðtogum Evrópu. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, lýsti því yfir að „það virðist ekki mjög áhrifarík samningatillaga að segja Úkraínu að fara út úr Úkraínu.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, telur að Pútín sé einungis að blekkja og segir Rússa vera „röngum megin við söguna.“ Ursula von der Leyen stýra ESB sagði:

„Að frysta átökin í dag við erlenda hermenn sem hernema úkraínskt land er ekki svarið, heldur í raun uppskrift að framtíðar árásarstríðum.“

Gagnrýnt að Rússar voru útilokaðir frá ráðstefnunni

Aðrir leiðtogar lýstu yfir vanþóknun sinni á því, að Rússum var ekki boðið að vera með á ráðstefnunni. Juraj Blanar, utanríkisráðherra Slóvakíu, telur að einungis verði hægt að ljúka stríðinu með samningum. Hann sagði:

„Við reiknum ekki með því, að ráðstefnan leiði til neinnar endanlegrar niðurstöðu, þar sem Rússland er fjarverandi og einnig aðrir alþjóðlegir aðilar eins og Kína.“

Ýmsir leiðtogar virðast nokkuð þreyttir á stríðinu. Alexander Stubb, forseti Finnlands, benti til dæmis á, að „ef við tölum ekki um frið, þá verður aldrei neinn friður.“

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tjáði sig um gagnrýni á að Rússum hafi ekki verið boðið boð og viðurkenndi, að á endanum þyrfti að ræða við Rússa á komandi samningafundum. „Við skiljum auðvitað að það mun koma sá tími, þar sem nauðsynlegt verður að ræða við Rússland.“

Ekkert að marka fund, þar sem niðurstöðurnar eru tilbúnar fyrir fram

Gustavo Petro, vinstri sinnaður forseti Kólumbíu, var einn þeirra sem kaus að hætta við þátttöku á ráðstefnunni, vegna þess að hann taldi einfaldlega að enginn alvarlegur metnaður væri um að ræða endalok stríðsins milli Moskvu og Kænugarðs. Hann telur þvert á móti að sum öfl séu vilji framlengja stríðið. Hann skrifaði á X:

„Ég hætti við ferð mína á fund í Sviss og bið Evrópu að ræða um það, hvernig við getum bundið enda á stríðið – ekki að framlengja það.“ Ráðstefnan í Sviss er ekki frjáls vettvangur til að ræða leið til friðar milli Rússlands og Úkraínu. Allar niðurstöður eru þegar fyrirfram ákveðnar.“

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu. (Mynd © GP/FB).

Petro lagði áherslu á, að „flest ríki Rómönsku Ameríku og kólumbísk stjórnvöld séu ekki sammála því, að stríðið verði framlengt.“ Hann telur að samningar gegni grundvallarhlutverki og styður þá hugmynd að skapað verði kjarnorkuvopnalaust öryggissvæði sem aðskilur Nató og Rússland og „tryggir varanlegt öryggi í löndunum.“

Hann sagði einnig, að Kólumbía væri reiðubúið að taka þátt í allri viðleitni til að koma á samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu og að „endurreisa þyrfti alþjóðalög og styrkja í stað þess að mynda hernaðarblokkir ríkja.“

Stöndum frammi fyrir stórslysi

Forseti Serbíu, Aleksandar Vucic, gekk nýverið enn þá lengra og sagði að „lestin er farin frá stöðinni og enginn geti stöðvað hana.“

„Ég held að við séum að nálgast síðustu daga fyrir mögulega endurskoðun og endurmat á Úkraínu. Ef þessi stórveldi gera ekki eitthvað innan skamms tíma, – ja, þá er ég nokkuð viss um, að við stöndum frammi fyrir raunverulegu stórslysi.“

„Allir tala bara um stríð. Enginn vill frið. Enginn talar um frið. Friður er nánast bannorð. Takið eftir þessu! Vegna þess að þeir segja að við verðum að sigra til að tryggja frið í framtíðinni en enginn talar um frið… hin hliðin verður líka að sitja við borðið.“

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu. (Mynd @ Belgrade Security Forum/CC 2.0).

Samkvæmt Vucic er „kenning“ á Vesturlöndum um að hægt sé að láta Rússland blæða áfram, þar til þeir hafa tapað stríðinu. Eftir það verður Pútín steypt af stóli og á endanum munu Vesturlönd geta farið inn og tekið yfir hluta Rússlands. Vucic segir þessa áætlun vera dæmda til að mistakast. Hann sagði:

„Í Evrópu nútímans haga þeir sér allir eins og þeir séu stórar hetjur en þeir segja ekki að almenningur muni þurfa að borga mjög hátt verð.“

Hafa ekki efni á að tapa stríðinu

Hann segir enn fremur, að Nató og Bandaríkin hafi ekki efni á að tapa stríðinu í Úkraínu:

„ fyrsta lagi verður pólitísk arfleifð þeirra engin eða hún verður svo slæm að þeir geta ekki látið það viðgangast. Í öðru lagi mun heimspólitíska staða Evrópu og sameinaðra vesturlanda versna svo mikið, að enginn mun geta endurlífgað hana … og í þriðja lagi mun það opna öskju Pandóru fyrir að minnsta kosti mörgum hreyfingum og fjandskap gegn sameinaða vestrinu í framtíðinni.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa