ESB hunsar Ungverjaland eftir friðarferð Orbáns til Moskvu

Forystumenn ESB hafa montað sig af því að hafa „skapað frið“ í Evrópu haga sér eins og móðguð nasistabörn sem eru trufluð af hugmyndum um frið í stað stríðs í Úkraínu.


Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur ákveðið að sniðganga Ungverjaland í hefndarskyni vegna tilrauna Viktors Orbáns forsætisráðherra til að miðla friði í Úkraínu. Eric Mamer fjölmiðlafulltrúi von der Leyen skrifar um þessa ákvörðun ESB á X.

Von der Leyen hefur ákveðið að kommissjónerar ESB í framkvæmdastjórninni muni ekki heimsækja fundi sem haldnir eru á vegum þess Ungverjalands sem fer með formennsku ESB til ársloka. Verða einungis „lægri“ embættismenn sendir á fundina. Eric Mamer skrifar á X:

„Í ljósi nýjustu þróunar í upphafi ungverska formennskutímabilsins hefur forsetinn ákveðið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni aðeins eiga fulltrúa á háttsettum embættismönnum á óformlegum fundum ráðsins. Ekki verður af heimsókn fulltrúanna til formennskulandsins.“

Ungverjaland fordæmir ákvörðunina

Ungverjaland fordæmir – ekki að ástæðulausu – ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að sniðganga Ungverjaland. Þannig skrifar Bóka János, ESB-ráðherra Ungverjalands, í athugasemd á X:

„Ungverska formennskan verður áfram skuldbundin til einlægrar samvinnu við aðildarríki og stofnanir ESB. Þeim hefur verið boðið að taka þátt í viðburðum á formennskutímabilinu til að takast á við sameiginlegar áskoranir. Þetta verkefni og þessi ábyrgð er sameiginleg með öllum aðildarríkjum og stofnunum.“

Framkvæmdastjórnin getur ekki valið að eigin geðþótta hvaða aðildarríki hún vill vinna með

Enn fremur telur János, að Ursula von der Leyen skorti vald til að haga sér eins og hún gerir:

„ESB er alþjóðleg stofnun sem samanstendur af aðildarríkjum þess. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er stofnun ESB. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins getur ekki valið að eigin geðþótta hvaða stofnanir og aðildarríki hún vill eiga samstarf við. Munu allar ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar núna byggjast á pólitískum sjónarmiðum?“

Ríkisstjórn Svíþjóðar hrikalega spæld yfir friðartillögum Orbáns

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur einnig valið að hunsa Ungverjaland og Ulf Kristersson forsætisráðherra sagði í viðtali við SVT, að Orbán „hafi rænt formennskunni í ESB og misnoti hana“ með því tala fyrir „sínum málum“ sem talsmaður ESB:

„Svíþjóð ásamt Finnlandi, Eystrasaltslöndunum og Póllandi munu ekki taka þátt í óformlegum ráðherrafundum sem haldnir eru í sumar. Bara til að skýra, að við ætlum ekki að fara á svona fundi og sætta okkur þegjandi við það sem gerst.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa