ESB-þingið felldi tillögu ættjarðavina Evrópu um að fordæma morðtilræðið á Trump

Flokkshópurinn Ættjarðarvinir Evrópu lagði fram ályktun á ESB-þinginu í vikunni, þar sem pólitískt ofbeldi er fordæmt, þar á meðal morðtilræðið á Donald Trump. Kinga Gál varaformaður hópsins sagði á blaðamannafundi, að meirihluti ESB-þingmanna hefðu fellt tillöguna.

Kinga Gál gagnrýndi ESB-þingið fyrir að gera nánast ekkert til að berjast gegn pólitísku ofbeldi sem þegar hefur verið mikið af í Evrópu. Hún nefndi sem dæmi árásina á Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu og mál Antifa aðgerðasinnans Ilaria Salis, sem var handtekin í Búdapest:

„Þrátt fyrir að hafa næstum drepið saklausan mann, er hann núna á Evrópuþinginu og reynir að kenna okkur hvernig við eigum að haga okkur.“

Þingsköp brotin

Kinga Gál sagði einnig með vísun til atkvæðagreiðslu ESB-þingsins um varaforseta, að það væri vanvirðing við þær 18 milljónir kjósenda sem standa að baki hópnum Ættjarðarvinir Evrópu og við grundvallarreglur lýðræðisins, að hvorugur frambjóðendanna tveggja — Klara Dostalova og Fabrice Leggeri — úr þriðja stærsta hópi þingsins hafi náð kjöri:

„Sú staðreynd að nánast öfgafullur kommúnisti var kosinn með hjálp European People’s Party í stöðu sem ætti að tilheyra Ættjarðarvinum Evrópu, er óásættanleg. Við verðum að berjast fyrir því sem við eigum rétt til samkvæmt þingsköpum.“

Ættjarðarvinir Evrópu hafa gefið út yfirlýsingu, þar sem hvers kyns ofbeldi gagnvart stjórnmálaleiðtogum er harðlega fordæmt í ljósi nýlegra ofbeldisverka í Evrópu og Bandaríkjunum. Segir í yfirlýsingunni:

„Ekki má láta morðtilraunirnar á Donald Trump, forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu fara fram hjá án refsingar.“

Þögn vinstri stjórnmálaafla og réttlæting ofbeldisverka er forkastanleg

Kinga Gál skrifaði á Facebook:.

„Þögn vinstri stjórnmálaafla og réttlæting ofbeldisverka gegn ættjarðarsinnuðum stjórnmálamönnum er forkastanleg. Við krefjumst virðingar fyrir stjórnmálaandstæðingum til vinstri í umræðunni og væntum sanngjarnrar og yfirvegaðrar meðferðar frá fjölmiðlum.“

Á X hér að neðan má sjá Robert Fico ræða ofbeldið og hugsanlega möguleika á banatilræði einum mánuði áður en það gerðist:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa