ESB verðlaunar Donald Tusk fyrir „endurlýðræðisvæðingu“

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, tilkynnti í nýlegri heimsóknin til Varsjár, að í næstu viku verði ákveðið um greiðslu til Póllands úr Kórónusjóði ESB. Frá árinu 2021 hefur framkvæmdastjórn ESB neitað að greiða út þessa fjármuni til Póllands vegna ásakana um að fyrri ríkisstjórn Póllands „hafi brotið“ ESB lög með því að endurbæta dómskerfið í Póllandi.

Ursula Von der Leyen hóf skælbrosuherferð sína í Varsjá til að næla í stuðning 27 þjóðhöfðingja ESB fyrir annað fimm ára kjörtímabil sitt sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún byrjaði á því að koma með þau uppörvandi skilaboð til Tusk forsætisráðherra, að ESB myndi núna greiða „réttu“ ríkisstjórninni þá peninga sem Pólland átti að vera búið að fá fyrir löngu síðan samkvæmt lögum. Alls eru það 137 milljarðar evra sem koma frá Viðreisnarsjóði ESB „Next Generation EU“ og frá Samheldnisjóðnum.

Tusk kemur á fasisma í Póllandi

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014-2019, lofaði kjósendum sínum í kosningabaráttunni að hann myndi „laga stirðleikann við Brussel á einum degi.“ Forsenda þess var kosningasigur Borgarabandalagsins. Það myndi sanna persónuleg áhrif hans meðal æðstu stjórnmálamanna ESB og samtímis gera lítið úr fyrrverandi ríkisstjórn íhaldsmanna. Flokkurinn Lög og réttvísa, PiS, krafðist samþykktar ESB meðal annars varðandi endurskipulagningu dómskerfisins í Póllandi.

Þrátt fyrir lítinn sem engan stuðning frá ESB, þá tókst Mateusz Morawiecki fv. forsætisráðherra að tryggja nokkra stuðningspakka til fyrirtækja sem urðu fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Alls hefur ríkið notað yfir 240 milljarða zloty í þessu skyni.

ESB borgar fyrir „endurreisn lýðræðis“ í Póllandi

Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í Varsjá:

„Við erum hrifin af viðleitni pólsku þjóðarinnar til að endurreisa réttarríkið sem burðarás samfélagsins.“

Hún vísaði til þess sem Tusk kallar „endurlýðræðisvæðingu Póllands.“ Tusk hóf innreið nýrrar ríkisstjórnar með fasískum handtökum þingmanna og sendi lögreglu inn í forsetahöllina til að handtaka þá á fundi þar. Olli það gríðarlegum mótmælum í Póllandi ásamt brottrekstri ritstjórna ríkisfjölmiðla. Heldur Tusk áfram hreinsunum í öllum ríkisgeiranum og rekur fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarfsmenn úr störfum sínum. Skipt hefur verið um saksóknara og stjórnir stórra ríkisfyrirtækja eins og orkurisann Orlen.

Donald Tusk var ánægður með peningaaustur ESB eftir að hann tók við sem forsætisráðherra. Hann sagði við Von der Leyen:

„Í dag er mjög mikilvægur dagur. Þú og ég höfum unnið saman. Pólverjar kusu lýðræði og réttarríkið 15. október. Það eru þeir sem eru raunverulegar hetjur þeirrar sögu sem í dag er lokið. Þetta er svo sannarlega fjall af peningum, sem við munum nota vel til að bægja frá öllu því sem veldur slíkri spennu og kvíða sem er í dag.“

Mikilvægast að styðja útflutning Úkraínu enda hefur „fullt tillit verið tekið til bænda“

Forsætisráðherra Póllands fullvissaði í fréttatilkynningu um að fyrstu greiðslur ESB-aðstoðarinnar, um 1,5 milljarða evra, muni fyrst og fremst renna beint til lítilla og meðalstórra matvælaframleiðenda. „Það veitir bændum okkar öryggistilfinningu og yfirsýn.“

Ursula Von der Leyen fullyrðir að „framkvæmdastjórnin hlusti mjög vel á bændur og muni bregðast við.“ Hún vísaði til yfirstandandi bændaverkfalls á landsvísu sem stöðvar stjórnlaust flæði úkraínskra landbúnaðar- og matvælaafurða inn í ESB og sagði:

„Við höfum tekið fullt tillit til sjónarmiða bændanna og tekist að auka útflutning Úkraínu á korni um Svartahafið. Nú munum við einbeita okkur að því að styðja Úkraínu, að endurreisa útflutning Úkraínu um allan heim.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa