Sjávarútvegur í Evrópu sameinast núna með bændum um sameiginlegar kröfur og mótmælaaðgerðir. Deila sjómenn reiði bænda gagnvart stjórnmálamönnum ESB og segja að „grænu umskiptin“ vera að kæfa sjávarútveginn.
Dagblaðið Euractiv skrifar að mótmæli bænda njóti núna stuðnings sjávarútvegsins. Europêche, helsti hagsmunahópur fiskveiða í Evrópu, mun styðja við bakið á bændum í uppreisn bænda gegn reglugerðarfargani ESB og grænu umskiptunum. Framkvæmdastjóri Europêche, Daniel Voces de Onaíndi sagði:
„Europêche deilir fullkomlega áhyggjum bænda yfir ójafnvægi og óframkvæmanlegum reglum evrópskrar stjórnmálamanna sem eru að kæfa starfsemi okkar alls staðar í Evrópusambandinu.“
9. mars voru sameiginleg mótmæli bænda með sjómönnum í Frakklandi. Að sögn bændasambandsins Coordination ruraleville vildu þeir sýna óánægju sína með „grænu“ stefnuna í Brussel. Fyrir mótmælin sendu þeir frá sér fréttatilkynningu og sögðu að fiskveiðar og landbúnaður séu „samhliða heimar sem Brussel fórnar með einræði sínu.“