Evrópusambandið fer formlega af stað með opinbera rannsókn á X

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú formlega endurskoðun á X, áður Twitter, til að kanna hvort fyrirtækið hafi brotið ný ritskoðunarlög sambandsins. Reuters greinir frá.

Þetta er í fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærð er framkvæmd á einum helsta samfélagsmiðlinum sem fellur undir hin nýju lög um stafræna þjónustu, DSA, „Digital Markets Act“ sem tóku gildi fyrr á þessu ári.

DSA miðar að því að takmarka tjáningarfrelsi á netinu til að berjast gegn íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sem ESB stimplar sem „hatur“ og „falsupplýsingar.“

Ef X telst hafa brotið lögin gæti fyrirtækið, í eigu Elon Musk, neyðst til að greiða 6% af heimsveltu sinni í sekt. Ábyrgur framkvæmdastjóri ESB, Thierry Breton, hefur áður hótað þessu, ef Musk taki ekki til hendinni og hefti tjáningarfrelsið samkvæmt fyrirmælum sífellt meira einræðisstjórnandi búrókrata í Brussel.

Frumrannsókn gegn X hófst eftir 7. október og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísaði þá til að „falsupplýsingum“ um árás Hamas á Ísrael væri dreift á X.

Samkvæmt fyrri upplýsingum á Elon Musk að hafa íhugað að einfaldlega loka X innan Evrópusambandsríkjanna til að komast hjá því að uppfylla ritskoðunarkröfur framkvæmdastjórnarinnar. Þessu hefur Musk hins vegar sjálfur neitað.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa