Evrópusambandið fyrirlítur lýðræðið

„Evrópusambandið er engin víggirðing lýðræðisins. Þvert á móti.“ ESB-þingkonan Clare Daly lét svo sannarlega heyra í sér í ræðu á ESB-þinginu nýverið. Meðal annars sagði hún, að ESB „brjóti niður“ þær ríkisstjórnir sem eru óþekkar við stefnu sambandsins. Daly bætti við: ESB „hyllir þjóðarmorðið“ á Gaza.

Gagnrýni ESB-þingkonunnar Clare Daly á valdaelítu Evrópusambandsins verður sífellt hvassari. Núna segir hún ESB vernda andstæðu lýðræðis og kallar forseta framkvæmdastjórnar ESB „Frú þjóðarmorð“ vegna stríðsins á Gaza:

„Enn og aftur erum við beðin um að trúa því, að ESB sé víggirðing lýðræðis, í ljósi yfirgnæfandi sannana um hið gagnstæða. Þeir fyrirlíta frekar lýðræðið. Þegar meðborgararnir kjósa ranga ríkisstjórn eins og í Grikklandi, þá fara hanskarnir af í Brussel og sú ríkisstjórn er mulin niður. Þegar borgarar kjósa rangt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi neyðast þeir til að kjósa aftur. Eftir að hafa fordæmt lög um erlenda umboðsmenn í öðrum löndum, vill framkvæmdastjórnin hafa slík lög hér.“

Nýr „lýðræðispakki“ ESB er ógn við hið borgarlega samfélag

Að sögn Daly hafa 200 stofnanir varað við því, að nýr „Varnarpakki lýðræðisins“ skapi ógn við hið borgaralega samfélag:

„Rúsínan í pylsuendanum er sú, að þessi pakki kemur frá nefnd Ursulu von der Leyen, – einstaklingi sem komst til valda án eins einasta atkvæðis frá kjósendum. Hún hefur eytt síðustu tveimur mánuðum í að hnekkja og sópa utanríkisstefnu kjörinna ríkisstjórna út í horn og hyllir hrottalega aðskilnaðarstefnu stjórnar sem hún kallar lifandi lýðræði á meðan verið er að mylja niður borg með börnum.“

„Já, guð minn góður, með svona verjendur lýðræðis held ég að ég tali fyrir hönd mjög margra borgara í Evrópu, þegar ég segi Nein Danke – Nei takk, frú þjóðarmorð.

Öll mannslíf eru mikilvæg

Craig Mokhiber, fv. leiðtogi Sameinuðu þjóðanna og mannréttindalögfræðingur, hefur lýst loftárásum Ísraela á Gaza sem „kennslubókardæmi um þjóðarmorð.“ Gagnrýnendur telja, að ESB geri ekki nóg til að stöðva sprengjuárásirnar. Ursula von der Leyen sagði áður í ræðu:

„Þótt Ísrael hafi rétt til að berjast gegn Hamas, þá er mikilvægt að reyna að forðast mannfall óbreyttra borgara og vera eins markviss og mögulegt er. Öll mannslíf eru mikilvæg, bæði ísraelsk og palestínsk.“

Hlusta má á ræðu Daly, sem hún birti á X á aðfangadagskvöld hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa