Fangelsin yfirfull í Svíþjóð – leita að fangelsisplássi erlendis

Fulltrúar sænsku ríkisstjórnar boðuðu til blaðamannafundar í síðustu viku til að ræða um viðureignina við glæpahópana í landinu. Helsta fréttin var sú, að núna er verið að leita eftir fangelsisplássi erlendis til að létta á yfirfullum sænsku fangelsunum.

Gunnar Strömmer (M) dómsmálaráðherra byrjaði á því að lýsa starfi ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn hinni skipulögðu glæpastarfsemi sem ógnar lífi Svía með daglegum skotárásum. sprengingum og öðrum ofbeldisverkum.

Strömmer sagði:

„Heildarmarkmiðið er að koma í veg fyrir fjöldainnflutning frá löndum þriðja heimsins, berjast gegn hrottalegu ofbeldi glæpaklíkanna, brjóta glæpahagkerfið á bak aftur og koma í veg fyrir nýliðun barna og ungmenna hjá glæpahópunum.“

Sænsku fangelsin yfirfull

Ingemar Kilhsröm þingmaður Kristdemókrata minnti á, að plássleysi sænsku fangelsanna væri mikið. Stór og vaxandi hluti fanga samanstendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda og margir þeirra ekki með sænskan ​​ríkisborgararétt. Kihlström sagði, að þrátt fyrir víðtækar tilraunir til að fjölga fangaplássum, þá hafi skortur á plássum þvert á móti aukist. Hann sagði að glæphóparnir „ögra hinu opna og frjálsa samfélagi okkar.“

Þrýstingurinn mun því aukast enn frekar á fangelsisrými fyrir dæmda glæpamenn, sérstaklega þegar stjórnvöld taka harðari á glæpamönnunum t.d með harðari refsingum og afnám „refsiafsláttar.“

Vantar helmingi fleiri fangageymslur

Adam Marttinen þingmaður Svíþjóðardemókrata segir, að tvöfalda þurfi fangageymslur til að taka á móti sífellt fleiri glæpamönnum. Sænska ríkisstjórnin hefur látið fara fram rannsókn á því, hvernig hægt sé að fjölga fangaplássum hratt og kom skýrsla um málið nýverið til ríkisstjórnarinnar.

Talið er að hægt sé að bæta við 2.000 föngum til viðbótar með því að „þétta núverandi fangelsi.“ Marttinen sagði það kærkomið en miðað við þarfirnar væri það ófullnægjandi.

Glæpamenn eiga að afplána dóma í heimalöndunum

Dómsmálaráðherrann sem skýrði frá því, að glæpamenn sem ekki eru sænskir ​​ríkisborgarar ættu að afplána refsingu sína í heimalöndum sínum. Það er ekki auðvelt mál vegna þess að mörg lönd hafa engan áhuga á því að taka við glæpamönnum sínum frá útlöndum. En samningaviðræður eru í gang. Verið er að gera áætlun um hagkvæmni þess að flytja dæmda glæpamenn í fangelsi sem Svíar leigja erlendis og verður niðurstaðan kynnt á næsta ári.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa