Farage lofar að berjast gegn ofurveldi WEF

Bretar eru að búa sig undir nýjar kosningar þann 4. júlí næstkomandi. Almenningsálitið lyftir hinum karismatíska kerfisgagnrýnanda Nigel Farage hátt á flug. Núna hefur hann gefið loforð sem er öflugt skot á World Economic Forum, WEF.

Allt frá því að hann tilkynnti, að hann gæfi kost á sér í bresku þingkosningunum 4. júlí, hefur Nigel Farage verið ráðandi í breskum fjölmiðlum. Hann hefur orðið fyrir árásum andstæðinga án þess að víkja og Umbótaflokkur hans „Reform UK“ er orðinn næst stærsti flokkurinn á eftir Verkamannaflokknum samkvæmt könnunum.

Núna hefur Farage gefið nýtt kosningaloforð sem laðar að andglóbalíska kjósendur. Farage skrifar í færslu á X „að Umbótaflokkurinn muni hafna áhrifum World Economic Forum og hætta aðild Bretlands að stofnuninni.“

WEF reynir að koma á fasisma hvar sem er

World Economic Forum er ein af stóru alþjóða stofnunum þar sem fulltrúar fjármálaelítunnar, fjölmiðla og stjórnmála koma árlega saman á fundum í Davos í Sviss. Hópurinn er orðinn alræmdur fyrir fasíska stefnu sína um samruna stjórnenda stórfyrirtækja við ríkisstjórnir heims til að taka yfir stjórnina á lífi venjulegs fólks. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar miðar stefna WEF að því að útrýma lýðræði og fullveldi einstakra ríkja.

Slíkt eftirlit með einstaklingum er fengin með aukinni stafrænni væðingu, sérstaklega „stafrænu vegabréfi“ og með því að hræða fólk frammi fyrir ýmsum ógnum eins og heimsfaröldrum og loftslagsbreytingum. Þegar fólk er síðan orðið nægjanlega óttaslegið er stjórnunin auðveldari til að skerða frelsi og mannréttindi í nafni varnar gegn aðsteðjandi hættu.

Farage vill að bresk stjórnvöld slíti öllu sambandi við WEF, leyfi ráðherrum ekki að sitja ársfundina í Davos og vinni þess á allan hátt gegn áhrifum WEF í Bretlandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa