Nigel Farage fer hörðum orðum um helstu fjölmiðla í færslu um morðtilraunina á Donald Trump. Hann telur að helstu fjölmiðlar séu sekir um að hafa dreift hatursáróðri gegn Trump sem á endanum leiddi til þess, að reynt var að myrða hann.
Viðbrögðin eftir morðtilraunina á Donald Trump hafa ekki látið á sér standa. Margir, þar á meðal Elon Musk, eigandi X, gagnrýna leyniþjónustuna fyrir að hafa ekki uppgötvað árásarmanninn fyrr, þrátt fyrir viðvaranir.
Fyrirlitlegir blaðamenn
Nigel Farage sagði sitt álit á banatilræðinu og kenndi helstu fjölmiðlum um að dreifa hatri gegn Trump. Farage skrifar á X:
„Almennir fjölmiðlar hafa dreift hatri gegn vini mínum Donald Trump. Ég vona að þeir séu stoltir af sjálfum sér. Fyrirlitlegt fólk.“
Margir eru sammála Farage á X. Einn maður skrifar, að fjölmiðlum hafi tekist að gera Trump að píslarvotti og að banatilræðið muni færa honum sigur í forsetakosningunum í nóvember.