Farage vill loka innflytjendastofnun Bretlands og senda ólöglega innflytjendur úr landi

Nigel Farage, einnig þekktur sem Mr. Brexit eftir langvarandi baráttu sinni fyrir að losa Breta úr prísund ESB, vill að gamla innflytjendastofnunin verði lögð niður og ný stofnuð í Bretlandi. Umbótaflokkur hans er orðinn næst stærsti flokkur Bretlands á eftir Verkamannaflokknum m.a. vegna baráttu hans gegn fjöldainnflytjendum.

Umbótaflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt sem hefur orðið eitt helsta umræðuefnið í Bretlandi sem og í stórum hlutum Evrópu. Samtímis reytist fylgið af stóru flokkunum tveimur, Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum.

Vakti athygli á stríðshættunni í Úkraínu fyrir tíu árum

Nigel Farage orsakaði mikið harmakvein glóbalístaelítunnar, þegar hann sagði nýlega í viðtali við BBC, að Vesturlönd hefðu framkallað stríðið í Úkraínu. Hann sá stríðið koma þegar fyrir tíu árum síðan:

„Ég sagði á Evrópuþinginu 2014: „Það verður stríð í Úkraínu.“ Af hverju sagði ég það? Mér var ljóst að stöðug útþensla Nató og ESB til austurs gaf Pútín ástæðu til að segja við rússnesku þjóðinni, að þessir aðilar væri að eltast við Rússa og fara í stríð. Ég hef reyndar sagt þetta síðan á tíunda áratugnum. Fyrir stríðið.“

Að sögn Farage er hann „eini maðurinn í breskum stjórnmálum sem sá fyrir hvað myndi gerast“.

Áhersla á að stöðva fjöldainnflutninginn

Umbótaflokkurinn leggur mikla áherslu á að stöðva fjöldainnflutning til Bretlands. Íhaldsmenn lofuðu að hætta með fjöldainnflutninginn en tókst ekki. Verkamannaflokkurinn hefur einnig gagnrýnt stefnu Íhaldsflokksins í innflytjendamálum, en margir telja að Verkamannaflokkurinn sé hlynntur enn opnari landamærum þrátt fyrir að hann segi annað. Meðal annars sakar núverandi innanríkisráðherra Bretlands Verkamannaflokkinn um að vilja opna fyrir yfir 100.000 innflytjendur með því að gerast aðili að kvótakerfi ESB, að sögn The Telegraph. Umbótaflokkur Farage vill ganga mun lengra og krefst þess að innflytjendastofnun Bretlands verði lögð niður og ný stofnuð.

Margir ólöglegir innflytjendur fara yfir Ermarsund á litlum gúmmíbátum og Umbótaflokkurinn krefst þess, að ólöglegir innflytjendur verði sendir beint aftur til Frakklands. Þar sem Bretland er ekki hluti af ESB, þá geta Bretar verndað eigin landamæri án íhlutunar ESB. Farage og Umbótaflokkurinn krefjast þess einnig, að Bretland segi sig frá mannréttindasáttmála Evrópu „European Convention on Human Rights, ECHR.“ Ef Bretland yfirgefur þennan samning verður erfiðara fyrir löglærða aðgerðarsinna að beita öllum hugsanlegum ráðum til að ganga gegn lýðræðislega teknum ákvörðunum.

Í Bretlandi er notað eins manns kjördæmakerfi sem þýðir, að aðeins einn frambjóðandi verður kjörinn fyrir kjördæmið. Kerfið gerir smærri flokkum erfitt fyrir að fá sæti á þingi til samræmis við raunverulegt fylgi þeirra. Yfirleitt eru tveir ráðandi flokkar í slíku kerfi.

Kosið verður í Bretlandi þann 4. júlí.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa