FBI varar við „sögulega miklu gyðingahatri“

Christopher Wray, forstjóra FBI segir, að gyðingahatur í Bandaríkjunum hafi náð „sögulegum hæðum“ eftir mannskæðar sprengjuárásir Ísraela á Gaza. Hann segir, að 60% allra hatursglæpa sem byggja á trúarbrögðum beinist núna gegn gyðingum.

Wray tengir vaxandi gyðingaandúð við stríð Ísraela á Gaza. Í Bretlandi og Frakklandi hafa yfirvöld varað við „mikilli aukningu á gyðingahatri“ að undanförnu. Fremst er um mismunandi hótanir að ræða. Wray sagði á fundi með öryggisvarnarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings:

„Þetta er ógn sem er að mörgu leyti er að ná sögulegum hæðum. Gyðingasamfélagið er skotmark fyrir allar gerðir hryðjuverkamanna. Þetta er ekki tími fyrir óðagot, heldur tími árvekni. Við eigum ekki að hætta að lifa daglegu lífi okkar – fara í skóla, bænahús og svo framvegis – en við skulum vera á varðbergi.“

Varar við árásum

Að sögn forstjóra FBI hefur hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjamönnum „hækkað allt árið 2023“ en eftir 7. október hefur hún hækkað „á alveg nýtt stig.“ Varar hann við því, að öfgamenn geti „fengið innblástur“ af Hamas-árásinni:

„Aðgerðir Hamas og bandamanna þeirra munu þjóna sem innblástur sem við höfum ekki séð síðan ISIS hóf svokallað kalífadæmi sitt fyrir nokkrum árum.“

Bandaríkin hötuð af mörgum múslímum

Bandaríkin hafa lengi verið mikilvægasti bandamaður Ísraels og stutt gyðingaríkið á ýmsan hátt bæði hernaðarlega og efnahagslega. Bandaríkin hafa tekið skýra afstöðu fyrir Ísrael í yfirstandandi deilu og meðal annars sent hluta af sjóher sínum til Miðjarðarhafs. Þeirri ákvörðun var illa tekið af Palestínumönnum og stuðningsmönnum þeirra. Bandaríkin hafa í lengri tíð verið mjög óvinsæl meðal margra múslima vegna þátttöku þeirra í stríðum og innrásum í múslímalönd eins og Írak, Afganistan og Líbíu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa