Fjármálaspilling eykst innan ESB

Hættan á því að ESB-styrkir hverfi í röngum greiðslum og svindli er sú mesta í átta ár, skrifar Europaportalen með vísan til skýrslu endurskoðenda ESB. Mestur hluti peninganna hverfa í „samheldnistefnu“ ESB, þ.e.a.s stuðning til Suður-Evrópu.

Spillingin í styrkjakerfi ESB og fjárlögum jókst mikið árið 2022 og náði 4,2% sem er umtalsverð aukning frá 3,0% árið áður. Endurskoðendur ESB hafa neitað að skrifa undir reikninga bandalagsins, þar sem skekkjuútkoman hefur alltaf verið umfram skilgreint hámark upp á 2%. Útgjöld ESB voru 196 milljarðar evra ár 2022 sem samsvarar 2,5% af útgjöldum aðildarríkjanna. Ef kostnaður vegna faraldursins er tekinn með námu útgjöldin rúmlega 234 milljörðum evra. 4.2% af þeirri upphæð er tæplega 10 milljarðar evra samsvarandi eitt þúsundfjögurhundruðogsextíu milljörðum íslenskra króna 1.460 000 000 000 kr. Útgjöld íslenska ríkisins fyrir árið 2022 voru nærri þeirri upphæð eða 1.301 530 000 000 kr. Hér er því ekki um neinar smáupphæðir að ræða sem hverfa í útgjöldum ESB vegna innri spillingar.

Endurskoðendur ESB benda á, að ESB hafi aukið fyrirheitna aðstoð sína úr 94 milljörðum evra árið 2021 í 453 milljarða evra met á þessu ári. Peningarnir koma aðallega frá skattgreiðendum í Norður-Evrópu.

Frávik frá fjárlögum ESB frá árinu 2012

Evrópski endurskoðunarrétturinn hefur fundið eftirfarandi hátt villuhlutfall í greiðslum fjárlaga ESB frá árinu 2012. Að sögn endurskoðenda má hámark fráviks í mesta lagi vera 2% sem aldrei hefur verið náð í sögu ESB. Frávikið hefur alltaf verið hærra samanber töfluna hér að neðan og útskýrir óvilja endurskoðendanna að skrifa undir ársreikninga ESB:

  • 2022: 4,2 %
  • 2021: 3,0 %
  • 2020: 2,7 %
  • 2019: 2,7 %
  • 2018: 2,6 %
  • 2017: 2,4 %
  • 2016: 3,1 %
  • 2015: 3,8 %
  • 2014: 4,4 %
  • 2013: 4,5 %
  • 2012: 4,5 %

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa