Fordæmum ræktað „kjöt“ á tilraunastofum jafnvel þótt það verði lögbindandi

„Kjöt“ ræktað á tilraunastofu er skrifað út í þrívíddarskrifara eins og sést á myndinni ofan.

Þrýstingurinn á að hafa „kjötvalkosti“ hefur aukist á mörgum sviðum. Fyrst kom plöntu „kjötið“ til að friða grænmetisæturnar. Síðan voru gerðar tilraunir með staðlað skordýra „kjöt“ sem valkost við próteini. Núna er gert ráð fyrir, að almenningur samþykki „kjöt“ sem ræktað er á rannsóknarstofum – og það gæti orðið raunin.

Nautakjötsfyrirtækið „Whole Cows“ sem selur nautakjöt í heildsölu bannar „kjötvalkosti“ í afurðum fyrirtækisins.

Við munum berjast gegn þeim sem vilja lögþvinga „ræktað kjöt“ á markaðinn

Jason Nelson, forstjóri Whole Cows segir:

„Það eru öfl, sem eru á þeirri vegferð að lögþvinga „kjöt“ sem ræktað er á rannsóknarstofu og gera það leiðandi í Bandaríkjunum og erlendis. Við munum berjast gegn þeim, þegar þeir koma með þrýsting gegn gagnsæi á ríkis- og landsvísu og við munum berjast enn harðar gegn þeim, þegar þeir reyna valdboð eins og með Covid-sprautunum.“

Fólk þarf að krefjast þess af kjörnum fulltrúum, að það fái að vita hvað það er að borða

Nelson er fyrrum hermaður í bandaríska hernum en hætti í hernum árið 2021 vegna Covid-19 þvingana. Hann hóf fyrirtækjarekstur tæplega ári síðar. Whole Cows notar eingöngu ekta bandaríska nautgripi sem ekki eru sprautaðir með mRNA í úrvals nautakjöti sínu til langtímageymslu. Þeir selja ekki „nautakjötsmola“ eða afganga eins og flest matvælafyrirtæki heldur rifjasteikur, New York strip, Tenderloin og Sirloin. Nelson sagði:

„Við fordæmum það „kjöt“ sem ræktað er á tilraunastofu, jafnvel þótt það verði lögleitt. Það er mikilvægt að hver og einn bregðist við núna. Þegar er verið að leggja grunninn í sumum ríkjum til að koma í veg fyrir, að fólk fái jafnvel að vita, að það sé að borða „kjöt“ sem er ræktað á rannsóknarstofu. Við þurfum að krefjast þess af fulltrúum okkar, að fá að vita hvað við erum að borða.“

Bill Gates, WEF m.fl. vilja banna ekta nautakjöt

Það eru þessir venjulegu grunuðu sem standa á bak við sóknina fyrir tilraunaræktuðu „kjöti“ í Bandaríkjunum og erlendis. Þeirra á meðal er Bill Gates og risahrægammasjóðurinn BlackRock sem eru að stofna mörg fyrirtæki í þessum vaxandi iðnaði. Alþjóðaefnahagsráðið WEF (World Economic Forum) og ráðið um kapítalisma án aðgreiningar hafa lýst yfir stuðningi sínum við að hætta algjörlega með nautakjöt í nafni loftslagsbreytinganna.

Á Spáni vinnur stærsta kjötvinnslufyrirtæki heims í fararbroddi að gera tilraunaræktað „kjöt“ aðgengilegt alls staðar. Lance D Johnson frá Natural News segir:

„Áform eru uppi um að hefja fjöldaframleiðslu á gervikjöti samkvæmt fréttum sem bárust á ársfundi Samtaka stofnfjárfesta í Wyoming. Verið er að reisa stærstu verksmiðja í heim fyrir framleiðslu gervikjöts í San Sabastian á Spáni. (Byggingarverktakinn) JBS S.A., sem byggir í Brasilíu, vinnur með fyrirtækinu Líftæknimatvæli (Bio Tech Foods) til að koma nýja fyrirtækinu í gang um mitt ár 2024. Stofnun utanríkisverslunar á Spáni verður falið að rannsaka og rækta nýjar tegundir fruma til að framleiða nýja tegund af gervikjöti.“

Lífefnaframleitt „fjárfestuKJÖT“

JBS staðfesti í fréttatilkynningu, að Líftæknimatvæli muni stunda „rannsóknir á frumum, ræktuðum prófum og lífefnum fyrir rétt lífvinnsluferli þeirra til að gera framleiðslu á ræktuðu kjöti mögulega.“ Rækta kjötið er nefnt „fjárfestuKJÖT.“ JBS segir að nýja línan „muni leyfa mjög skilvirka framleiðslu á gervikjöti, sem mun leysa áskoranir með núverandi tækni.

Nelson segir:

„Við stofnuðum fyrirtæki okkar til að veita Bandaríkjamönnum aðgang að alvöru mat til lengri tíma. Nautakjötið okkar hefur geymsluþol í allt að áratug eða tvo, sem vonandi mun veita okkur nægan tíma til að ná geðheilsu þjóðarinnar aftur til baka.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa