Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hafnar nýjum heimsfaraldurssáttmála WHO. Þetta kemur fram á tísti frá krabbameinsrannsóknarmanninum William Makis (sjá neðar á síðunni).
Að sögn Makis hefur Fico, sem sigraði í kosningunum í Slóvakíu fyrr á þessu ári, gagnrýnt harðlega áætlun WHO um að auka völdin við stjórn gegn heimsfaröldrum í heiminum. Sífellt fleiri hrósa Fico á samfélagsmiðlum fyrir að taka upp kyndilinn í baráttunni gegn tilraunum WHO til að hrifsa til sín völd úr höndum þjóðríkja.
Styður ekki valdaframsal til WHO
Í myndbandi sem X-notandinn Michael P Senger birti, segir Fico að hann hafni tilraunum WHO til að taka yfir fullveldið í heilbrigðismálum þjóðríkjanna:
„Ég lýsi því skýrt yfir að SMER (stjórnarflokkur Slóvakíu aths. GS) mun aldrei styðja framsal valds til WHO á kostnað fullveldis þjóðríkja í baráttu gegn heimsfaraldri.“
Í Eistlandi hafa ellefu þingmenn áður skrifað opið bréf til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og lýst því yfir, að þeir hafni tilraunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að taka yfir völd í heimsfaröldrum framtíðarinnar.
Læknisfræðilegt ofríki WHO ryður lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðríkja til hliðar
Í Svíþjóð hefur þingmaðurinn Elsa Widding tekið upp baráttuna gegn bæði heimsfaraldurssáttmála WHO og breytingum á alþjóðlegum heilbrigðisreglugerðum, skammstafað IHR. Widding greindi Jakob Forssmed, félagsmálaráðherra Svíþjóðar frá því í umræðu á þinginu, að ríkisstjórnin hefði þurft að hafna fyrirhuguðum breytingum á IHR 1. desember. Widding sagði þá:
„Ef Ulf Kristersson hafnar ekki ákvörðunum sem teknar voru á fundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins 27. maí 2022 fyrir 1. desember 2023, þá mun það sem ákveðið er í maí 2024 taka gildi einu ári síðar. Það er stuttur tími; annars gilda tvö ár. Það mun enginn tími gefast fyrir almenning, stjórnmálamenn eða yfirvöld til að skoða málið áður en við erum föst í þessu læknisfræðilegu ofríki.“
Svíþjóð hreyfði engum andmælum
Sænska ríkisstjórnin kaus að gera þetta ekki, þrátt fyrir að fyrirhugaðar breytingar muni veita framkvæmdastjóra WHO víðtækt vald varðandi stjórnun heilbrigðismála í heiminum. Widding sagði í þingumræðunni:
„Við höfum 12. grein. Forstjóra er heimilt að lýsa yfir neyðarástandi jafnvel þó að það sé aðeins hugsanlegt neyðarástand. Hvað telst hugsanlegt neyðartilvik er skilgreint af WHO og ekki verður hægt að draga það í efa.“
Þrátt fyrir viðvaranir Widding kaus ríkisstjórn Svíþjóðar að bregðast ekki við. Ef meirihluti aðildarríkja WHO greiðir ekki atkvæði gegn breytingunum í maí á næsta ári, þá mun víðtækt vald færast til WHO bæði hvað varðar að lýsa yfir neyðartilvikum vegna heimsfaraldurs í framtíðinni og hvernig brugðist skuli við.