Forseti Cop28: „Förum til baka í hellana ef við hættum að nota jarðefnaeldsneyti“

Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28.

The Guardian greinir frá því, að forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, Sultan Al Jaber, hafi tilkynnt söfnuðinum, að „engin vísindi“ bendi til þess að hætta þurfi jarðefnaeldsneyti í áföngum til að takmarka hitun jarðar við 1,5C. Sagði Al Jaber enn fremur „að heimurinn færi aftur inn í hellana“ ef jarðefnaeldsneyti yrði afnumið. Sem von er ollu þessi ummæli hans nokkrum usla hjá þeim sjálfskipuðu frelsurum sem vilja farga mannkyni á altari loftslagsgrýlunnar.

Ummælin sköpuðu „ótrúlegar áhyggjur“ og „voru á jaðri þess að afneita loftslagskreppunni“ sögðu nokkrir vísindamenn. Einnig eru ummæli Al Jabers eins og rödd skynseminnar gegn þeim víðáttuhroka og gerræðislegu hræðslustarfsemi sem hinar svo kölluðu sameinuðu þjóðir stunda með sinn uppblásna sósíalíska aðalritara, António Guterres í fararbroddi.

100 lönd styðja afnám jarðefnaeldsneytis

Al Jaber lét þessi ummæli falla í svörum við spurningum Mary Robinson, formanns öldungahópsins og fyrrverandi sérstaks sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í loftslagsbreytingum, á netviðburði í beinni þann 21. nóvember. Auk þess að vera í forsvari fyrir Cop28 í Dubai, er Al Jaber einnig framkvæmdastjóri ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Adnoc. Gerir það mörgum úr söfnuðinum erfitt um andardrátt sem var nógu erfiður fyrir vegna alls koltvísýrings af manna völdum.

Meira en 100 lönd styðja nú þegar afnám jarðefnaeldsneytis í áföngum og hvort endanlegur Cop28 samningur verður um það sameiginlega sjálfsmorð á eftir að koma í ljós. Robinson sagði í viðtalsþættinum:

„Við erum í algerri kreppu sem skaðar konur og börn meira en nokkurn annan … og það er vegna þess að við höfum ekki enn skuldbundið okkur til að hætta að nota jarðefnaeldsneyti í áföngum. Það er eina ákvörðunin sem Cop28 getur tekið og á margan hátt, vegna þess að þú ert yfirmaður Adnoc, þá gætirðu tekið ákvörðunina með meiri trúverðugleika.“

Al Jaber svaraði:

„Ég samþykkti að koma á þennan fund til að eiga í hreinskilni þroskað samtal. Ég er á engan hátt að skrá mig í neina umræðu sem er ógnvekjandi. Það eru engin vísindi þarna úti eða nein slík atburðarás þarna úti, sem segir að afnám jarðefnaeldsneytis sé það sem muni ná 1,5C.“

Leiðin til baka í hellana

Robinson: „Ég las að fyrirtækið þitt er að fjárfesta í miklu meira jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.“
Al Jaber: „Þú ert að lesa þína eigin fjölmiðla, sem eru hlutdrægir og rangir. Ég er að segja þér að ég er maðurinn sem stjórnar. Vinsamlegast hjálpaðu mér, sýndu mér vegakortið fyrir afnám jarðefnaeldsneytis í áföngum sem mun gera sjálfbæra félagshagfræðilega þróun mögulega, nema þú viljir fara með heiminn aftur í hellana.“

Árásargjarnt að verja jarðefnaeldsneytið

Guterres sagði við fulltrúa Cop28 á föstudag:

„Vísindin eru skýr: 1,5C mörkin eru aðeins möguleg ef við hættum að brenna öllu jarðefnaeldsneyti að lokum. Ekki draga úr, ekki minnka. Fara niður í áföngum, með skýrum tímaramma.“

Bill Hare, framkvæmdastjóri Loftslagsskilgreininga, var yfir sig hneykslaður:

„Þessi óvenjulegu, afhjúpandi, árásargjörnu orðaskipti valda áhyggjum. Að senda okkur aftur í hellana er ein elsta myndlíking jarðefnaeldsneytis-iðnaðarins: það er á mörkum þess að vera afneitun á loftslagskreppunni.“

Loftslagstrúboðarnir hóta með „óviðráðanlegri framtíð mannkyns“

Margir aðrir framámenn loftslagssafnaðarins tóku í sama streng, súpandi hveljurnar yfir hreinskilni olíufurstans. Þannig sagði prófessor Sir David King, formaður ráðgjafahóps loftslagskreppunnar og fyrrverandi formaður vísindaráðgjafa í Bretlandi:

„Það er ótrúlega áhyggjuefni og kemur á óvart að heyra forseta Cop28 verja notkun jarðefnaeldsneytis. Það er óumdeilt, að til þess að takmarka hlýnun jarðar við 1,5C verðum við öll að draga hratt úr kolefnislosun og hætta notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi árið 2035. Að öðrum kosti bíður óviðráðanleg framtíð mannkyns.“

Sólin hefur sinn vana gang

Á meðan loftslagsprestar blandast olíufurstum á einni fjölmennustu trúarhátíð nútímans, þar sem fyrirmenni hins vestræna heims mæta á einkaþotum sem brenna jarðefnaeldsneyti og borða dýrindis steikur, þá ganga himintunglin sinn vana gang. Blessuð sólin sem elskar allt og allt með kossi vekur hefur engar áhyggjur af látunum í þeim sem eru í grænu laumutrúboði þeirra rauðu í Kína og hafa tekið við hlutverki þeirra farandsala sem áður fyrr ferðuðust í hestvögnum og seldu bragðdropa sem lausn á öllum vandamálum heims. Íslensku mikilmennin sem alltaf verða að vera með á vagni vitleysunnar senda 80 manns á ráðstefnuna. Það væri álíka og Svíþjóð sendi 2.000 manns.


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa