Forseti rússnesku Dúmunnar: Bandaríkin eru á barmi innanlandsstyrjaldar

Vyacheslav Volodin, forseti rússneska þingsins, Dúmunnar, hér innfelldur á mynd um innbyrðisstríðið í Bandaríkjunum 1861-1865 (Wikipedia/Duma.gov.ru/CC4.0 og Popular Graphic Arts Wikipedia).


Banatilræðið gegn Donald Trump hefur vakið viðbrögð um allan heim. Ekki síst í Rússlandi. Þar túlka leiðandi stjórnmálamenn hver á sinn hátt, hver ber ábyrgð á árásinni. Hér er sagt frá blaðamannafundi Dmitry Peskov fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar og skrif forseta rússnesku Dúmunnar, Vyacheslav Volodin, um morðtilræðið gegn Trump.

Reuters greinir frá því að grannt sé fylgst með atburðunum í Bandaríkjunum í Rússlandi. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur fordæmt morðtilraunina á Trump en ætlar samt ekki að hringja í hann. Það tilkynnti talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, Dmitry Peskov, á blaðamannafundi samkvæmt Reuters.

Peskov fordæmdi glæpinn og harmaði dauða stuðningsmanns Trumps og þá sem særðust. Peskov lýsti einnig skoðun rússneskra stjórnvalda á því, hvað sé að baki skotárásinni. Hann heldur því ekki fram að Bandaríkjastjórn sé að baki árásinni, að beiðni Joe Biden forseta. Hann gagnrýnir hins vegar bandarísk stjórnvöld fyrir að skapa „andrúmsloft“ sem leiðir til þess að gagnrýnendur stjórnarfarsins verði myrtir. Peskov sagði:

„Við trúum því ekki að tilraunin til að útrýma og myrða Trump hafi verið skipulögð af núverandi yfirvöldum. En andrúmsloftið í kringum frambjóðandann Trump… hefur þvingað fram ástand sem Bandaríkin standa frammi fyrir í dag.“

Trump í greinilegri lífshættu

Hann tók því næst mörg dæmi um hvernig valdhafar hafa á örvæntingarfullan hátt reynt að losa sig við Trump og koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til forseta:

„Eftir margar tilraunir til að bola frambjóðandanum Trump burtu frá vettvangi stjórnmálanna – fyrst með lagalegum aðferðum, dómstólum, saksóknurum, sem og tilraunum með rógburð um frambjóðandann til að grafa undan honum, þá var var augljóst öllum utanaðkomandi áhorfendum, að líf Trumps væri í hættu.“

Pólitískur rétttrúnaður kyndir undir hatur og sundrungu

Vyacheslav Volodin, forseti rússneska þingsins, Dúmunnar, útskýrir morðtilraunina með þeirri stjórnmálakreppu sem veldur djúpum klofningi í Bandaríkjunum og þeirri staðreynd, að Bandaríkin „eru með afskipti af“ innanríkismálum annarra ríkja. Volodin skrifar í færslu á Telegram:

„Hvíta húsið hefur í mörg ár teflt Bandaríkjamönnum hverjum gegn öðrum á grundvelli kynþáttar, trúarbragða og stjórnmálaskoðana. Þeir hafa haldið uppi LGBTQ áróðri á íhaldssama hluta íbúanna, þvingað fram hjónabönd samkynhneigðra og eyðilagt hefðbundin gildi. Það hefur kynnt undir hatur og sundrungu.“

Boðun friðar í Úkraínu hugsanleg ástæða fyrir morðtilræðinu

Volodin heldur áfram:

„Með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í nokkur ár hafa Bandaríkin komið sér á barm borgarastyrjaldar. Það er einnig staðfest í félagsfræðilegum könnunum.“

Volodin telur þá staðreynd, að Trump er einn af fáum vestrænum leiðtogum sem tala í alvöru um frið í Úkraínu, vera mögulega ástæðu fyrir árásinni. Hann dregur einnig hliðstæður við morðtilraunina á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem einnig skar sig úr í andstöðu gegn þátttöku Vesturlanda í Úkraínustríðinu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa