Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur loksins brugðist við langvarandi orðrómi um að hin sjötíu ára gamla eiginkona hans, Brigitte, hafi fæðst karlmaður.
Macron sem er 47 ára giftist Brigitte árið 2007. Þau byrjuðu saman þegar hún var 40 ára og gift – og hann var 15 ára nemandi hennar við kaþólska Providence skólann í Amiens.
The New York Post greinir frá því, að þrátt fyrir að sjálfræðisaldur miðst við 15 ára aldur í Frakklandi, þá hafði Brigitte áhyggjur af sambandi sínu við Macron og hvernig það myndi hafa áhrif á börnin hennar. Dóttir Brigitte var bekkjarsystir Emmanuels.
Lugu upp á Brigitte og voru dæmdar fyrir meiðyrði
Daily Mail greinir frá: Á meðan Frakkar ræddu óhefðbundið einkalíf þjóðhöfðingja sinna, fékk MailOnline upplýsingar um dóm sem kveðinn var upp af áfrýjunardómstólnum Caen í júní síðastliðnum. Þar er vísað til tveggja sakborninga – Amandine Roy, 52 ára miðli og Natacha Rey, 48 ára, sjálfstætt starfandi blaðakonu. Báðar voru með á fjögurra klukkustunda YouTube myndbandi í desember 2021, þar sem þær fullyrtu, að Brigitte hafi fæðst drengur ár 1953 og verið skírður Jean-Michel Trogneux. Þetta var hins vegar nafn bróður Brigitte sem einnig hét Trogneux í eftirnafn áður en hún gifti sig. Sakborningarnir fullyrtu einnig, að fyrsti eiginmaður Brigitte, André-Louis Auzière, hefði aldrei verið til en tilkynnt var um andlát hans árið 2020, 68 ára að aldri.
Konurnar voru báðar fundnar sekar um meiðyrði.
Hver sem er getur sagt hvað sem er um hvern sem er
Macron fjallaði um ásökunina á föstudag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í París og sagði þær „ósannar og uppspuna.“ Macron sagði:
„Það versta sem er til eru rangar upplýsingar og tilbúnar aðstæður. Fólk trúir þeim að lokum og truflar þig, jafnvel í nánu lífi þínu.“
Dóttir Brigitte, Tiphaine Auzaine, 40, fjallaði einnig um sögusagnirnar í síðasta mánuði í viðtali við Paris Match:
„Ég hef áhyggjur af því hvert samfélagið er komið, þegar ég heyri hvað er í gangi á samfélagsmiðlum um að móðir mín sé karlmaður…. Hver sem er getur sagt hvað sem er um hvern sem er og það tekur tíma að ná því niður.“