Framkoma Biden í kappræðunum hefur aukið hættuástandið í heiminum

WND greinir frá því, að Joe Biden opinberaði ásigkomulag sitt í forsetakappræðunum við Donald Trump. Hann var sljór, skilningslaus, ófær um að tjá hugsanir sínar, ófær um að nota rök, gat ekki munað staðreyndir og ófús að stíga til hliðar.

Hann gerði einnig annan hlut: Hann gerði heiminn að mun óöruggari stað. John Daniel Davidson skrifaði á The Federalist um hina nýju, auknu ógn. „Núna þegar forsetinn hefur sýnt að hann er óhæfur til embættis er allt annað komið upp á teninginn.“

Bandaríkin í raun forsetalaus

Davidson útskýrði:

„Mikilvægt atriði hefur að mestu leyti farið fram hjá okkur án þess að hafa verið veitt eftirtekt: Bandaríkin hafa í rauninni engan forseta núna. Sá sem efnir til funda í Hvíta húsinu, sérstaklega í utanríkismálum, er ekki Biden. Það er rétt að mikill hluti bandarísks stjórnarfars er í höndum ókjörinna (og ábyrgðarlausra) búrókrata en þegar kemur að utanríkisstefnunni og ákvörðunum um hvernig bregðast skuli við kreppum erlendis, þá gegnir forsetinn enn mikilvægu og að öllum líkindum ómissandi hlutverki.“

Einstakt tækifæri fyrir óvini Bandaríkjanna

Hins vegar benti hann á:

„Núverandi forseti okkar – eins og allur heimurinn veit núna, getur ekki lengur fylgst með sínum eigin hugsunum. Hann virðist einungis bera lítið skyn á raunveruleikann. Hann getur varla gengið niður nokkur þrep. Það er augljóst að hann er ekki sá sem stjórnar í Hvíta húsinu. Það þýðir að forsetaembættið sjálft er ótrúlega veikt núna. Heimurinn er mun hættulegri staður eftir kappræðufundinn, vegna þess að andstæðingar Bandaríkjanna vita að þeir hafa þröngan glugga til að nýta sér hinn augljósa veikleika framkvæmdavaldsins á meðan Biden er enn í embætti.“

„Núna er mikið af heitum átökum um allan heim – ekki bara valdarán á lágu stigi í litlum löndum eins og Bólivíu og Kenýa. Ísrael er í meginatriðum í stríði við Íran. Stríðið milli Rússlands og Úkraínu heldur áfram og enn sér ekki fyrir endann á því. Kína gæti gert innrás í Taívan hvenær sem er.“

Fjölmiðlar og valdastéttin hafa opinberlega afneitað veikindum Bidens fram til þessa

„Til að hafa það á hreinu, þá hefur Biden verið óhæfur til embættis í mörg ár á þessum tímapunkti. Kappræðurnar afhjúpuðu þann veruleika sem meginfjölmiðlar og stjórnmálastéttin hafa afneitað í langan tíma núna. Í stuttu máli sagt: Kappræðurnar kunngjörðu, að Biden er á hraðri niðurleið. Hann getur varla sagt heila setningu eða haldið utan um það sem hann er að tala um. „

„Trump hins vegar var áhugaverður, kraftmikill og með skýr skilaboð varðandi þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir erlendis og hvernig hann mun bregðast við þeim.“

K.T. McFarland, fyrrverandi aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Trumps, vakti athygli á því, að Íran, Kína og Rússland ásamt fleirum „gera sér grein fyrir því að þeir hafa hrikalegt tækifæri til að nýta sér veikleika Bandaríkjanna núna.“

Grundvallarmunur á utanríkisstefnu Trumps og Bidens

Einnig er grundvallarmunur á utanríkisstefnu Trumps og Bidens. Undir stjórn Trumps réðust Rússar ekki á Úkraínu og friður ríkti í Miðausturlöndum. En ekki undir stjórn Bidens. Andstæðingar Bandaríkjanna taka eftir mismuninum:

„Þeir vita að það verður miklu erfiðara að ná markmiðum sínum undir stjórn Trumps af þeirri einföldu ástæðu að utanríkisstefna Trumps byggir á fullveldi sem ekki gildir fyrir utanríkisstefnu Bidens. Allur heimurinn veit að við höfum ekki hæfan yfirmann. Við höfum engan forseta.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa